Þetta kemur fram í umfjöllun norska miðilsins Faktisk Verifiserbar sem byggir þetta á gervihnattarmyndum frá Planet Labs.
Á myndunum sjást þrjár rússneskar MiG-31K orustuþotur en Hvítrússar eiga ekki slíkar þotur. Þær eru staðsettar í Machulischchi-flugstöðinni sem er sunnan við höfuðborgina Minsk. Við hlið vélanna eru gámar sem eru notaðir til að flytja ofurhljóðfrá flugskeyti af gerðinni Kinzjal.
Þau draga 2.000 km og geta flogið á tíföldum hljóðhraða. Þau geta borið hefðbundnar sprengjur sem og kjarnorkusprengjur.