Myndin var birt fyrir um viku síðan en á henni sést Pútín klappa rússneskum hermanni á bakið. Á handarbaki Pútíns sést stór blettur sem margir telja vera eftir að nál hafi verið sett upp til að gefa honum lyf.
PUTIN’S HEALTH 🇷🇺
Videos released by 🇷🇺 Government news show what could be track marks, from IVs, on the hand of Putin.
For the same event, the Kremlin released two videos: One with tons of watermarks (making the hand harder to see), the other without any shot of his hand. pic.twitter.com/a1mfs6hOud
— Jason Jay Smart (@officejjsmart) October 22, 2022
Annað atriði sem hefur ýtt undir orðróma um slæmt heilsufar Pútíns er það sem er sagt vera undarlegt fjarfundasamtal. Er Pútín sagður hafa verið mjög fúll á þessum fundi og hent Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, út af honum vegna gangs mála í Úkraínu. Þetta eru upplýsingar sem hafa borist frá ónafngreindum heimildarmönnum í Kreml.
Í kjölfarið er Pútín sagður hafa fengið mikið hóstakast. „Eftir að búið var að loka á útsendingu Shoigu byrjaði Pútín að tala við aðra fulltrúa rússneska hersins en hann gat ekki haldið áfram því hann fékk svo mikið hóstakast. Þetta var svo mikið hóstakast að hann neyddist til að hætta og fá aðstoð læknis,“ segir Telegram-hópurinn General SVR.
Þessi sami hópur heldur því einnig fram að fjölskylda Pútíns hafi miklar áhyggjur af honum.