fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Rússar sögðu dauða leppstjórans vera slys – Það er kannski ekki rétt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. nóvember 2022 07:56

Kirill Stremousov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV skýrði frá fyrir viku þá lést Kirill Stremousov, varahéraðsstjóri í Kherson, nýlega. Hann var Úkraínumaður en hafði gengið Rússum á hönd og var leppur þeirra í héraðsstjórninni. Rússnesk yfirvöld segja að hann hafi látist í umferðarslysi en kannski er það ekki rétt með farið.

Þegar myndir frá slysstað eru skoðaðar er ekki annað sjá en að svört Lexus bifreið, sem Kirill var farþegi í, hafi lent framan á mjög þungu ökutæki. En þegar myndirnar eru skoðaðar betur sjást göt á bifreiðinni.

Þessi göt valda því að margir telja að Rússar segi ekki satt frá varðandi dauða Stremousov. Hann lést rétt áður en Rússar tilkynntu um brotthvarf sitt frá Kherson.

Hann hafði gegnt lykilhlutverki í að framfylgja áætlun Rússa um að innlima héraðið í Rússland og hafði meðal annars komið að skipulagningu „atkvæðagreiðslu“ meðal íbúanna um málið.

Dularfullur dauðdagi strengjabrúðu Rússa

RIA Novosti, sem er rússnesk ríkisfréttaveita, sagði að hann hefði látist í umferðarslysi í Henitjesk, sem Rússar hafa á valdi sínu, um 200 kílómetra frá vígstöðvunum í Kherson. Sagði fréttaveitan að bíll hans hefði lent í árekstri við flutningabíl á gatnamótum og hefði ökumaður flutningabílsins gerst sekur um „hættulegan akstur“ sem hafi valdið slysinu. Bílstjóri Stremousov og ökumaður flutningabílsins sluppu lifandi.

Fréttaveitan birti myndir frá slysstað þar sem sást að bíll Stremousov var gjörónýtur.

Svona leit bíll Stremousov út eftir áreksturinn.

 

 

 

 

 

Nú hafa nýjar myndir komið fram og á þeim sést að göt eru á hægri hlið bílsins, göt sem líkjast skotgötum. Fjölmargir rússneskir fjölmiðlar hafa fjallað um þetta, þar á meðal óháðir miðlar sem rússnesk stjórnvöld hafa bannað.

Þetta virðast vera skotgöt. Mynd:Telegram / SOTA

 

 

 

 

 

Á myndum sem SOTA birti sjást göt á bílnum, bæði hurðum og glugga, og líkjast þau skotgötum.

Götin eru á hægri hlið bifreiðarinnar. Mynd:Telegram / SOTA

 

 

 

 

 

Úkraínumenn telja Stremousov vera föðurlandssvikara vegna samvinnu hans við Rússa en hann var heldur ekki vinsæll alls staðar í rússneska kerfinu. Þegar úkraínski herinn sótti fram í Kherson hellti hann úr skálum reiði sinnar yfir rússnesku herstjórnina og sérstaklega Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra. Hann sagði meðal annars að ráðherrann ætti að skjóta sjálfan sig.

Af þessum sökum eru kenningar á lofti um að Rússar hafi drepið hann og látið það líta út eins og slys. Telegramrásin Ostrozhno Novosti bendir til dæmis á að myndband, sem Volodymyr Saldo héraðsstjóri Rússa í Kherson, birti um dauða Stremousov hafi verið tekið upp tveimur klukkustundum áður en fréttir bárust af slysinu. Það sýna lýsigögn myndbandsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“