fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Er NATO að leyna sannleikanum á bak við flugskeytið sem lenti í Póllandi?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. nóvember 2022 05:41

Flugskeyti lenti í Przewodow  síðdegis á þriðjudaginn. Myned:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis á þriðjudaginn lenti flugskeyti í bænum Przewodow í Póllandi og varð tveimur að bana. Strax og fréttist af þessu titraði allt innan raða NATO því óttast var að Rússar hefðu skotið flugskeytinu. Ef svo hefði verið hefði það kallað á viðbrögð frá NATO og telja sumir að það hefði jafnvel orðið til þess að NATO drægist inn í stríðið í Úkraínu.

En nokkrum klukkustundum eftir að flugskeytið sprakk fóru vestrænir embættismenn að segja að hugsanlega hefði flugskeytið ekki verið frá Rússum heldur hefðu Úkraínumenn skotið því upp til að verjast flugskeytaárásum Rússa en þeir gerðu harðar flugskeytaárásir á Úkraínu á svipuðum tíma og flugskeytið lenti í Póllandi.

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hefur staðið fastur á því að um rússneskt vopn hafi verið að ræða. Á móti hafa Andrzej Duda, forseti Póllands, og fleiri leiðtogar NATO-ríkja sagt að langlíklegast sé að Úkraínumenn hafi skotið flugskeytinu.

Ekki virðist um það deilt að það sé af gerðinni S-300 en það eru rússnesk flugskeyti. Úkraínumenn ráða yfir miklu magni rússneskra vopna, þar á meðal S-300.

Það að leiðtogar NATO segja að líklega hafi Úkraínumenn skotið flugskeytinu gerir að verkum að NATO þarf ekki að taka afstöðu til hugsanlegra viðbragða og jafnvel hernaðaraðgerða gegn Rússum. Margir óttast að ef til slíkra átaka komi sé það ávísun á þriðju heimsstyrjöldina.

Rétt er að taka fram að pólskir ráðamenn hafa sagt að þeir kenni Úkraínumönnum ekki um að flugskeytið hafi lent í Póllandi, þeir hafi einfaldlega verið að verjast árásum Rússa. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, tók í sama streng og sagði að þótt flugskeytið hafi komið frá Úkraínumönnum þá sé ábyrgðin Rússa.

Zelenskyy hefur krafist þess að úkraínskir sérfræðingar fái að taka þátt í rannsókninni í Póllandi og segir engan vafa leika á því í sínum huga að Rússar hafi skotið flugskeytinu. Síðdegis í gær bárust fréttir af því að úkraínskir sérfræðingar væru komnir til Póllands til að taka þátt í rannsókninni.

Kurt Volker, fyrrum sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu, sagði á  miðvikudagskvöldið að Úkraínumenn séu með „mjög þróað“ kerfi til að fylgjast með flugskeytum og „viti hvað sé að gerast“. Hann tók ekki sérstaklega undir orð Zelenskyy en sagði að rétt væri að leyfa Úkraínumönnum að taka þátt í rannsókninni. Þeir séu með góð gögn, góðar ratsjár og fylgist með öllum flugskeytum. Daily Mail skýrir frá þessu.

„Þeir vita hvað er að gerast. Ég er viss um að Pólverjar vita það líka. Ég er viss um að það gerum við einnig. Þannig að Pólverjar og Úkraínumenn verða að setjast niður með sérfræðingum sínum og fara yfir gögnin og komast að niðurstöðu um hvað þeir telja að hafi gerst,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt