fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Birgitta skýrir frá atburðunum á Bankastræti Club í gærkvöldi – Þrír alvarlega slasaðir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. nóvember 2022 08:23

Birgitta Líf Björnsdóttir er eigandi Bankastræti Club.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, tjáði sig á Instragram í nótt um ofbeldismálið sem kom upp á staðnum um miðnætti. Hún segir að hópur manna hafi mætt í Miðborgina í leit að ákveðnum aðilum. Þeir hafi fundið þá inni á skemmtistaðnum og ráðist á þá. Hún segir að árásarþolarnir hafi slasast alvarlega en séu ekki í lífshættu.

Lögregla og sjúkralið voru með mikinn viðbúnað við skemmtistaðinn í gærkvöldi vegna málsins.

Fréttablaðið hefur eftir sjónarvottum að menn, sem hafi hulið höfuð sín, hafi flúið á hlaupum og síðan ekið á brott.

Birgitta þakkar viðbragðsaðilum fyrir góð viðbrögð sem og starfsfólki sínu og gestum.

Skjáskot af færslu Birgittu á Instagram.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Í gær

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“