Birgitta Líf Björnsdóttir er eigandi Bankastræti Club.
Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, tjáði sig á Instragram í nótt um ofbeldismálið sem kom upp á staðnum um miðnætti. Hún segir að hópur manna hafi mætt í Miðborgina í leit að ákveðnum aðilum. Þeir hafi fundið þá inni á skemmtistaðnum og ráðist á þá. Hún segir að árásarþolarnir hafi slasast alvarlega en séu ekki í lífshættu.
Lögregla og sjúkralið voru með mikinn viðbúnað við skemmtistaðinn í gærkvöldi vegna málsins.
Fréttablaðið hefur eftir sjónarvottum að menn, sem hafi hulið höfuð sín, hafi flúið á hlaupum og síðan ekið á brott.
Birgitta þakkar viðbragðsaðilum fyrir góð viðbrögð sem og starfsfólki sínu og gestum.