Í stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins, frá því á mánudaginn, um gang stríðsins er bent á að meira myrkur, veðurbreytingar og kuldi valdi stríðsaðilum nýjum vandræðum.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine – 14 November 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/XkaDUtCMFV
🇺🇦 #StandWithUkraine 🇺🇦 pic.twitter.com/HyQ3c9kxSv
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) November 14, 2022
Jakob Rømer Barfod, doktor við danska varnarmálaskólann, tók undir þetta mat í samtali við TV2 og sagði að hernaðaraðgerðir séu erfiðar að vetri til. Veturinn opni á ýmsa möguleika en loki jafnframt á aðra. Hann geti því skipt miklu máli.
Ef veturinn verður harður mun það reyna mjög á birgðaflutninga beggja stríðsaðila. Til dæmis þurfa hermennirnir meiri mat því þeir nota meiri orku þegar það er kalt. Einnig þurfa þeir meiri hita, tjöld, ofna, eldsneyti og vetrarfatnað.
Flutningsleiðir Úkraínumanna eru styttri en hjá Rússum og þess utan hafa Úkraínumenn gert markvissar árásir á birgðaflutningalínur Rússa að undanförnu sem mun valda Rússum enn meiri erfiðleikum í vetur.
Hernaður Úkraínumanna byggist á hraða og liðleika en erfitt er að fylgja þessari taktík að vetri en sumri.
Dagsbirtu nýtur skemur við að vetri en sumri og það getur veitt Úkraínumönnum ákveðið forskot á Rússa því þeir hafa fengið mikið af nýjum og fullkomnum búnaði til notkunar í orustum að næturlagi. Þeir eru því líklega í betri stöðu til að berjast í myrkri.