fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fréttir

Umræðan um aftökuna á rússneskum liðhlaupa með sleggju tekur nýja stefnu í Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 05:47

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af aftöku rússnesks liðhlaupa er heitt umræðuefni í Rússlandi þessa dagana. Maðurinn var tekinn af lífi með því að höfuð hans var límt fast við vegg og síðan var hann laminn í höfuðið með sleggju. Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðafyrirtækisins Wagner, fagnaði myndbandinu um helgina og sagði manninn hafa svikið liðsmenn sína og hafi átt þetta skilið.

Maðurinn, sem hét Yevgeny Nuzhin, gekk til liðs við Wagner til að berjast í Úkraínu. Hann var að afplána 28 ára dóm fyrir morð þegar honum var boðið frelsi gegn því að ganga til liðs við Wagner. Hann gerðist liðhlaupi í Úkraínu og gaf sig á vald Úkraínumanna. Á einhvern hátt komst hann í hendur morðingja sinna en það voru að sögn liðsmenn Wagner sem sáu um aftöku hans.

Nú velta margir Rússar því fyrir sér hvort það sé í lagi að taka liðhlaupa af lífi með sleggju án þess að réttað sé yfir honum fyrst. Umræða um málið hefur ratað inn á ríkisfjölmiðla og er það orðið svo stórt að yfirvöld leita nú skýringa á hvað gerðist og ekki síst hver stóð á bak við aftökuna.

Hér fyrir neðan er nýleg umfjöllun DV um aftökuna.

Kokkur Pútíns fagnar hrottalegu morði á liðhlaupa

Á mánudaginn tilkynnti mannréttindastjóri Rússlands, Tatjana Moskalkova, að hún muni rannsaka málið. Hún var skipuð í embættið af ráðamönnum í Kreml. Í tilkynningu frá henni segir að hún þekki til myndbandsins og ríkið verði að blanda sér í málin þegar um hryllings- og níðingsverk er að ræða. „Ég veit að yfirvöld eru að rannsaka staðreyndir málsins til að komast að hvort myndbandið sé ófalsað og hver ber ábyrgð á þessu,“ sagði hún í samtali við RBC sjónvarpsstöðina.

En RBC segir einnig að það sé ekki víst að það séu Rússar sem hafi staðið á bak við þetta níðingsverk. Prigozhin, eigandi Wagner, viðraði á mánudaginn þá kenningu að bandaríska leyniþjónustan CIA hefði staðið á bak við hana. Hann skrifaði opið bréf til Igor Krasnov, ríkissaksóknara, og sagðist telja að CIA tengist málinu. Hann segir að enska heyrist töluð í bakgrunni upptökunnar. Einnig segir hann að liturinn á flísunum, sem höfuð Nuzhin, var límt við sé ekki sami litur og sé á flestum flísum í Rússlandi.

Prigozhin vill einnig láta rannsaka hvort Nuzhin hafi í raun verið bandarískur útsendari sem hafi verið á mála hjá CIA frá því áður en hann var dæmdur í 28 ára fangelsi fyrir morð 1999.

Hann skrifaði einnig að hugsanlega hafi Nuzhin átt að lauma sér inn í Wagner á vegum erlends ríkis og hafi því „skapað skilyrðin fyrir eigin aftöku“.

Þarna kveður því við nýjan tón hjá Prigozhin sem fagnaði aftökunni um helgina og hafði þá ekkert við hana að athuga. Hann skrifaði þá meðal annars á samfélagsmiðla að „hundurinn hafi dáið eins og hundur“. Hann staðfesti síðan nafn hans og að hann hefði verið á mála hjá Wagner en hefði gerst liðhlaupi.

Hann var tekinn höndum af Úkraínumönnum og ræddi úkraínskur blaðamaður við hann og birti sögu hans, söguna um að hann hefði losnað úr fangelsi gegn því að fara til Úkraínu að berjast.

Ekki er vitað með vissu hvernig hann endaði í höndum morðingja sinna. Í myndbandinu segir hann að hann hafi verið numinn á brott en aðrar heimildir segja að líklega hafi hann verið hluti af fangaskiptum Rússa og Úkraínumanna.

Það að taka fólk af lífi með sleggju er vel þekkt aðferð hjá Wagner en eftir að málið fór á flug í rússneskum fjölmiðlum virðist Prigozhin vilja reyna að vísa því á bug að Wagner hafi staðið á bak við aftökuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur