fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Sannkallað helvíti – „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 07:06

Sérfræðingur leitar að sprengjum í Kherson í Úkraínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vegir, brýr, hús, byggingar. Allt. Við finnum stöðugt jarðsprengjur. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt.“

Þetta sagði úkraínskur hermaður að nafni Oleksandr Valeriiovych í samtali við The Guardian um það jarðsprengjuhelvíti sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét hermenn sína koma upp í Kherson. Sagði Valeriiovych að Rússar hafi sett jarðsprengjur alls staðar þar sem það var hægt.

Meðfram mörgum þeirra vega sem liggja til borgarinnar Kherson, sem er höfuðborg samnefnd héraðs, eru sérfræðingar búnir að setja upp merki um að jarðsprengjur séu í vegkantinum.

The Guardian segir að svæðið sé eitt stórt jarðsprengjusvæði, hvergi í Úkraínu séu fleiri jarðsprengjur og kannski hvergi í heiminum.

Margir óbreyttir borgarar hafa orðið fyrir því að stíga á jarðsprengjur eða aka á þær.

Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi notað svokallaðar „fiðrilda jarðsprengjur“  en notkun þeirra er bönnuð samkvæmt alþjóðasamningum. Þær eru þekktar fyrir að springa og drepa óbreytta borgara löngu eftir að stríðsátökum lýkur. Þær hafa reynst börnum sérstaklega hættulegar því þær líkjast leikföngum.

Yfirmaður úkraínsku sprengjuleitarsveitanna sagði í samtali við The Guardian að á meðan Rússar voru að skipuleggja brotthvarf sitt frá Kherson hafi þeir gefið sér tíma til að grafa jarðsprengjur niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvar búa oddvitar flokkanna í þínu kjördæmi?

Hvar búa oddvitar flokkanna í þínu kjördæmi?
Fréttir
Í gær

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
Fréttir
Í gær

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember