fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Fékk styrk til náms í Rússlandi – Endaði í fangelsi og dó á vígvellinum í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 05:40

Hér gefast rússneskir hermenn upp fyrir úkraínskum hermönnum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn skýrði sambíska utanríkisráðuneytið frá því að Lemekhani Nathan Nyirenda, 23 ára Sambíumaður, hafi fallið á vígvellinum í Úkraínu þar sem hann barðist með Rússum. Þetta er fyrsta staðfesta tilfellið um útlending, sem hefur barist með Rússum, sem hefur fallið í stríðinu.

Utanríkisráðuneytið sagði að sendiráð Sambíu í Moskvu hafi fengið þetta staðfest hjá rússneskum yfirvöldum.

Saga Nyirenda er óvenjuleg. Hann fékk styrk hjá sambískum stjórnvöldum til að stunda nám í kjarneðlisfræði í Moskvu. Í apríl 2020 var hann dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi í Rússlandi að sögn sambíska utanríkisráðuneytisins sem upplýsir ekki fyrir hvað hann var dæmdur.

Hann náði ekki að afplána allan dóminn því hann féll á vígvellinum í Úkraínu þann 22. september.

Nathan Nyirenda.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stanley Kakubo, utanríkisráðherra Sambíu, sagði að í ljósi þessara dapurlegu örlaga Nyirenda hafi sambísk yfirvöld beðið rússnesk yfirvöld um skýringar á hvernig á því stóð að sambískur ríkisborgari, sem afplánaði fangelsisdóm í Moskvu, hafi endað í rússneska hernum og síðan í Úkraínu.

BBC segir að þetta sé fyrsta staðfesta tilfellið um útlending, sem hefur barist með Rússum, sem hefur fallið í stríðinu.

Rússneski miðillinn Ostoroznjno novosti segir á Telegram að Nyirenda hafi verið handtekinn 2020 fyrir að vera með fíkniefni í fórum sínum. Hann var að sögn handtekinn í Kuskov-almenningsgarðinum í Moskvu á fyrsta skóladegi.

Fram hefur komið að Rússar hafi boðið föngum frelsi gegn því að þeir færu til Úkraínu til að berjast gegn Úkraínumönnum. Ekki er vitað hvort Nyirenda hafi tekið þessu boði í von um að sleppa frá Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvar búa oddvitar flokkanna í þínu kjördæmi?

Hvar búa oddvitar flokkanna í þínu kjördæmi?
Fréttir
Í gær

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
Fréttir
Í gær

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember