fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fréttir

Er að styttast í pólitísku lífi Pútíns? Eigandi Wagnerhópsins sagður hugsa sér til hreyfings

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 08:00

Útlitið er ekki bjart fyrir Yevgeni Prigozhin Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski olígarkinn Yevgeny Prigozhin, sem er eigandi hins svokallaða Wagnerhóps, vinnur stöðugt að því að tryggja völd sín og auka. Wagnerhópurinn er málaliðafyrirtæki sem rússnesk stjórnvöld hafa oft nýtt sér í átökum utan landsteinanna og í stríðinu í Úkraínu. Prigozhin hefur oft verið kallaður „Kokkur Pútíns“ en þeir eru gamlir vinir og hefur Pútín séð til þess í gegnum árin að Prigozhin hafi fengið að seilast djúpt í ríkiskassann og efnast vel.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir að Prigozhin haldi ótrauður áfram að styrkja stöðu sína í Rússlandi og auka völd sín.

ISW hefur margoft sagt að markmið Prigozhin geti verið að komast til pólitískra metorða. Í nýlegri stöðuuppfærslu hugveitunnar um gang stríðsins í Úkraínu segir hún að nú sé Prigozhin að íhuga að stofna stjórnmálaflokk.

Hugveitan vitnar í rússneska stjórnarandstöðufjölmiðilinn Meduza sem segir að Prigozhin hafi í hyggju að stofna íhaldshreyfingu sem geti síðan orðið að stjórnmálaflokki.

Hann er sagður hafa hrint upplýsingaherferð af stað þar sem hann gagnrýnir „spillta elítuna“ en þó án þess að gagnrýna Pútín.

ISW telur að Prigozhin reyni að auka áhrif sín hjá Pútín með því að gagnrýna þann hluta elítunnar sem þykir ekki sýna Pútín næga hollustu.

Prigozhin hefur sjálfur vísað því á bug að hann hafi pólitískan metnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Í gær

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“