fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

Er að styttast í pólitísku lífi Pútíns? Eigandi Wagnerhópsins sagður hugsa sér til hreyfings

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 08:00

Útlitið er ekki bjart fyrir Yevgeni Prigozhin Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski olígarkinn Yevgeny Prigozhin, sem er eigandi hins svokallaða Wagnerhóps, vinnur stöðugt að því að tryggja völd sín og auka. Wagnerhópurinn er málaliðafyrirtæki sem rússnesk stjórnvöld hafa oft nýtt sér í átökum utan landsteinanna og í stríðinu í Úkraínu. Prigozhin hefur oft verið kallaður „Kokkur Pútíns“ en þeir eru gamlir vinir og hefur Pútín séð til þess í gegnum árin að Prigozhin hafi fengið að seilast djúpt í ríkiskassann og efnast vel.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir að Prigozhin haldi ótrauður áfram að styrkja stöðu sína í Rússlandi og auka völd sín.

ISW hefur margoft sagt að markmið Prigozhin geti verið að komast til pólitískra metorða. Í nýlegri stöðuuppfærslu hugveitunnar um gang stríðsins í Úkraínu segir hún að nú sé Prigozhin að íhuga að stofna stjórnmálaflokk.

Hugveitan vitnar í rússneska stjórnarandstöðufjölmiðilinn Meduza sem segir að Prigozhin hafi í hyggju að stofna íhaldshreyfingu sem geti síðan orðið að stjórnmálaflokki.

Hann er sagður hafa hrint upplýsingaherferð af stað þar sem hann gagnrýnir „spillta elítuna“ en þó án þess að gagnrýna Pútín.

ISW telur að Prigozhin reyni að auka áhrif sín hjá Pútín með því að gagnrýna þann hluta elítunnar sem þykir ekki sýna Pútín næga hollustu.

Prigozhin hefur sjálfur vísað því á bug að hann hafi pólitískan metnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Í gær

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin