fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Hér verður harðast barist í kjölfar flótta Rússa frá Kherson

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 08:00

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Engin eftirlíking hér á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar yfirgáfu borgin Kherson í samnefndu héraði um síðustu helgi og hafa Úkraínumenn borgina nú algjörlega á sínu valdi. Rússnesku hermennirnir flúðu yfir ána Dnipro en Rússar hafa unnið að því að koma upp varnarlínum við ána.

Brotthvarf Rússa frá Kherson veldur því að nú eru Úkraínumenn komnir nær Krímskaga en nokkru sinni frá upphafi stríðsins. Krímskagi hefur verið á valdi Rússa síðan 2014. Úkraínumenn hafa lýst því yfir að þeir ætli sér að ná Krím og öðrum herteknum svæðum úr klóm Rússa.

En brotthvarfið frá Kherson þýðir að það losnaði um rússneskar og úkraínskar hersveitir en þær munu væntanlega ekki sitja auðum höndum lengi, nýjar vígstöðvar verða fundnar fyrir þær. En þá vaknar spurningin um hvar þær munu berjast á næstunni?

TV2 ræddi við tvo sérfræðinga sem voru sammála um hvar verði harðast barist á næstunni.

Sérfræðingarnir, þeir Anders Puck Nielsen hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann og Kristian Søby Kristensen stjórnandi hernaðarrannsóknardeildar Kaupmannahafnarháskóla, sögðu að Úkraínumenn muni væntanlega beina sjónum sínum að Zaporizhzhiahéraðinu sem er austan við Kherson.

Dnipro, sem er sunnan við Kherson, myndar náttúrlega hindrun á milli stríðsaðilanna. Nielsen benti á að ómögulegt sé að ráðast yfir ána með góðum árangri. Hún sé mjög breið og brýrnar hafi verið eyðilagðar. Það þarf því að sigla yfir hana og það að sigla marga kílómetra leið yfir á, á meðan skotið er á bátana, er vægast sagt mjög erfitt sagði hann. Á hinn bóginn séu Úkraínumenn nú komnir svo nálægt Krím að þeir geta nú hæft skotmörk þar með stórskotaliði sínum.

Nielsen og Kristensen voru sammála um að þetta skipti að sjálfsögðu máli en geri ekki útslagið í stríðinu.

Kristensen sagði að „augljósasta skrefið“ fyrir Úkraínumenn sé að ráðast á Rússa í Zaporizhzhia, þá þurfi þeir ekki að fara yfir Dnipro. Ef þeir ráðist á Rússa í Zaporizhzhia geti þeir einangrað vegi sem liggja til Krím, þetta sé þó stór hernaðaraðgerð sem ekki er hægt að ljúka á skömmum tíma.

Nielsen sagðist telja að bardagarnir í Zaporizhzhia muni verða harðastir við stórborgina Melitopol sem Rússar hafa á sínu valdi. Hann sagði að það sé ekki draumasviðsmynd Rússa að Úkraínumenn láti til skara skríða í Zaporizhzhia. Þeir vilji færa stríðið til Donetsk. Nú muni stríðsaðilarnir reyna að ná frumkvæðinu til að stjórna því hvar helstu vígstöðvarnar verða á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“