fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Styrkir stöðu sína – „Þetta er fordæmalaust í stjórnartíð Pútíns“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 08:00

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er fordæmalaust í stjórnartíð Pútíns.“ Þetta segir í nýlegri greiningu bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW) á stöðu  mála í stríðinu í Úkraínu. Segir ISW þetta um rússneska olígarkann Yevgeny Prigozhin, sem oft er nefndur „Kokkur Pútíns“, og hegðun hans að undanförnu.

Segir ISW að Prigozhin, sem á málaliðafyrirtækið Wagner, sé að styrkja stöðu sína sem sjálfstæður stalínskur stríðsherra í Rússlandi. Hann verði sífellt meira áberandi í samfélagi þjóðernissinna sem styðja stríðsreksturinn í Úkraínu.

„Prigozhin stendur fyrir aðgerðum sem njóta vinsælda hjá kjósendum, sem hafa áhuga á hugmyndafræðinni um yfirburði Rússa, á grimmdarlegum sovéskum aflsmunum og sem finnst spillingin í Kreml óviðeigandi en hana hefur Vladímír Pútín, forseti, notað sem pólitískt afl allan valdatíma sinn,“ segir í greiningunni.

Lengi hefur verið vitað að Prigozhin stæði á bak við Wagner, sem tekur þátt í stríðinu í Úkraínu, en það var ekki fyrr en nýlega sem hann viðurkenndi það opinberlega.

ISW segir að Prigozhin notfæri sér þátttöku Wagner í stríðinu til að styrkja stöðu sína í Rússlandi. Vísar ISW meðal annars til þess að hann hafi beðið saksóknara leyniþjónustunnar FSB um að rannsaka hvort Alexander Beglov, héraðsstjóri í St Pétursborg, hafi gerst sekur um föðurlandssvik. Ástæðan fyrir þessari beiðni hans er að embættismenn í borginni höfnuðu umsókn Prigozhin um byggingarleyfi fyrir Wagner í borginni.

Hann hefur einnig hneykslast opinberlega á rússneska skrifræðinu en það gerði hann þegar hann var spurður hvort hersveitir hans myndu stunda æfingar á æfingasvæðum hersins. Þetta gerði hann líklega til sýna að hersveitir hans séu sjálfstæðar og heyri ekki undir ríkisvaldið.

Segir ISW að hegðun hans sé fordæmalaus í stjórnartíð Pútíns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“