fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Kostnaður við nýjan Landspítala tugi milljarða fram úr áætlun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 09:00

Mynd-nyrlandspitali.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiknað er með að heildarkostnaður við nýjan Landspítala verði ekki undir 90 milljörðum og er reiknað með að hann verði 27 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir í kostnaðarmati frá 2017.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að verðbætur og hátt hrávöruverð hafi hækkað byggingarkostnaðinn mikið.

Kostnaðarmat verkefnisins var uppfært fyrir fimm árum og var þá gert ráð fyrir að heildarkostnaðurinn yrði um 63 milljarðar. Nú er hann farinn að nálgast 90 milljarða eða 27 milljörðum meira en ráð var fyrir gert 2017.

Fréttablaðið hefur eftir Ásbirni Jónssyni, sviðsstjóra framkvæmdasviðs hjá Nýjum Landspítala, að stærstu verkþættirnir séu enn innan þeirra skekkjumarka sem ráð var gert fyrir í upphafi. Ekki sé annað að sjá en verkinu verði lokið 2028 eins og áætlað hafi verið.

Hann sagði að nú sé nákvæmlega 50% af uppsteypunni í meginbyggingunni lokið. Búið sé að hanna burðarvirki og búið sé að bjóða út útveggi.

Hann sagði bygginguna einstakt mannvirki að mörgu leyti. Hún sé hönnuð til að standa af sér stærstu mögulega jarðskjálfta. „Burðarvirkin eiga ekki bara að standa eftir óhögguð heldur á öll starfsemin að standast prófið,“ sagði hann.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd
Fréttir
Í gær

Fæstir hafa líklega hugsað út í þessa þróun stríðsins í Úkraínu

Fæstir hafa líklega hugsað út í þessa þróun stríðsins í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Friðrik Ómar tapaði hundruðum þúsunda með augnabliksóvarkárni – „Passið ykkur“

Friðrik Ómar tapaði hundruðum þúsunda með augnabliksóvarkárni – „Passið ykkur“