fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Hugmyndafræðingur Pútíns gagnrýnir hann – „Ef þér er sama, þá ertu ekki Rússi“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 06:59

Alexander Dugin hefur verið nefndur „Heili Pútíns“. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir brotthvarf rússneska hersins frá Kherson um helgina hefur gagnrýni á hendur Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, farið vaxandi. Missir Kherson var mikið áfall fyrir Rússa en borgin var ein sú stærsta sem Rússar höfðu náð á sitt vald en þeir náðu henni á sitt vald í byrjun mars.

„Rússnesk borg, höfuðborgin í einu af rússnesku héruðunum, á stærð við Belgorod, Kursk, Donetsk eða Simferopol, hefur verið gefin upp á bátinn. Ef þér er alveg saman, ert þú ekki Rússi.“

Þetta sagði Alexander Dugin, sem oft hefur verið kallaður „Heili Pútíns“, í ræðu sem var sjónvarpað á Tsargrad sjónvarpsstöðinni en hún er málpípa ráðamanna í Kreml.

„Rússar bíta nú saman tönnum af sársauka, þeir gráta og þjást eins mikið og ef maður hefði rifið hjartað úr þeim, drepið börn þeirra, bræður, mæður og konur fyrir framan þá. Ef þú finnur ekki til sársauka núna, þá ertu ekkert,“ bætti hann við og vísaði þar til brotthvarfs rússneska hersins frá Kherson.

Hann er á því að Pútín beri ábyrgð á þeirri niðurlægingu sem það var að herinn flúði frá Kherson. „Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessu. Hver er annars tilgangurinn með einveldi, og það er einmitt það sem við höfum? Við veitum einræðisherranum öll völd, gegn því að hann bjargi okkur öllum, fólkinu, ríkinu, fólki á krítískum augnablikum. Ef hann safnar að sér fúlmennum eða gefur skít í félagslegt réttlæti, þá er það óþægilegt en hann bjargar okkur. En hvað ef hann gerir það ekki?“ spurði hann og svaraði spurningunni sjálfur: „Einræði er ekki ókeypis. Full völd þegar árangur næst en um leið full ábyrgð þegar illa fer.“

Danska ríkisútvarpið segir að eftir því sem sérfræðingar segja þá hafi ekki verið mikið sagt um flóttann frá Kherson í rússnesku sjónvarpi og það sé því mjög athyglisvert að það sé Dugin sem gagnrýni flóttann.

Það eru aðeins sex vikur síðan Pútín tilkynnti um innlimun Kherson og fleiri svæða í Rússland. Það gerði hann á grunni sviðsettra atkvæðagreiðslna í héruðunum. Þessu var fagnað með stórbrotnum hátíðarhöldum í Moskvu. En síðan hefur sigið enn frekar á ógæfuhliðina hjá Rússum og þeir hafa misst sífellt meira af „innlimuðu“ svæðunum í hendur Úkraínumanna.

Dugin sagðist ekki kenna Sergei Surovikin, yfirmanni rússneska heraflans í Úkraínu, um flóttann frá Kherson. „Kherson er gefin algjörlega upp á bátinn. Ég gagnrýni ekki Surovikin. Hann er ekki stjórnmálamaður, hann sér um tæknilega hlið víglínunnar. Þetta er ekki honum að kenna, þið vitið hver ber ábyrgðina,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg