Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms og úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna líkamsárásar á staðnum Moe´s Bar grill við Jafnasel í Breiðholtinu. Í úrskurði Landsréttar kemur nafn staðarins ekki fram en RÚV greinir frá því að um þennan stað sé að ræða og að báðir mennirnir séu íslenskir.
Héraðsdómur hafnaði gæsluvarðhaldskröfu á þeim forsendum að ekki sé vitað hvort árás hafi átt sér stað. Þessu er Landsréttur ósammála og styðst við gögn úr öryggiseftirlitsmyndavél sem eigandi Moe´s Bar grill framvísaði en þau gögn sýna mann sparka öðrum manni niður tröppur staðarins.
Maðurinn skall með hnakkann í malbikið fyrir neðan tröppurnar. Brotaþolinn var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús og var um tíma þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans.
Í úrskurði Landsréttar segir meðal annars: