fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Fréttir

Sauð upp úr í fátækrahverfinu í Funahöfða – Brotin bein eftir hryllilega árás

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lithái á þrítugsaldri, Gediminas Saulys, hefur verið ákærður fyrir stórfellda og lífshættulega líkamsárás þann 8. mars 2020. Ekki tókst að birta Saulys ákæruna og því var hún birt í Lögbirtingablaðinu í dag.

Um var að ræða afar hrottalega árás sem átti sér stað í leiguhúsnæði við Funahöfða 7 sem farandverkamenn nýta sér helst.

Veittist Saulys fyrirvaralaust að Pólverjanum Karol Owsianik, sem er jafnaldri Saulys, og sló hann ítrekað með höggum og óþekktu barefli í líkamann, meðal annars í höfðuðið.

Nefbraut og áverkar á höfuðkúpu

Afleiðingar árásarinnar urðu þær að Owsianik „hlaut brot á nefbeini með mikilli skekkju og brotum sem náðu upp í höfuðkúpu á enni, mikla maráverka á höfuðkúpunni undir hársverði og skurði á vinstra eyra og höku, brot á hálsliðum, hryggjatindabrot, dreifða marbletti á baki og mikið mar yfir hægri brjósthrygg, bólgu og sköflungsbrot á vinstri fótlegg og húðblæðingu á vinstri handlegg,“ eins og segir í ákærunni.

Ítarlega er farið yfir málsatvik í ákærunni en þar kemur fram að Saulys og Owsianik hafi báðir leigt herbergi í húsinu.

Tíu stolnir sígarettupakkar

Aðfararnótt sunnudags 8. mars 2020 fór Owsianik á klósettið. Þegar hann kom aftur í herbergið sitt, þá varð hann var við að það var búið að stela tíu sígarettupökkum úr herberginu hans.

Hann fór þá fram á gang og krafðist þess að þjófurinn myndi gefa sig fram en þegar enginn gerði slíkt fór hann að sofa.

Um hádegið daginn eftir fór Owsianik út að borða en þegar hann kom tilbaka tók hann eftir því að búið var að skrifa á hurðina inn í herbergið hans ,,Fuck off Poland.“

Nágrannar hans bentu á Gediminas sem játaði verknaðinn þegar Owsianik bankaði upp á hjá honum og krafði hann svara. Þá neitaði gerandinn að þrífa krotið af hurðinni. Kveðst Owsianik hafa gengið rólega á braut og ætlað aftur inn í herbergið sitt.

Sárkvalinn og með brotinn bein

Þegar hann er að setja lykilinn í skrána þá ræðst Gediminas aftan að honum með þungri járnstöng, sem var rúmlega metri að lengd. Hann barði svo Owsianik víðsvegar um líkamann, m.a. í andlit, samtals 30 sinnum. Kröfuhafi kallaði ítrekað á hjálp, án nokkurra viðbragða. Hann náði svo að skríða inn í herbergið sitt, þar sem hann hringdi í fyrrverandi eiginkonu sína, sem hringdi á neyðarlínuna.

Þegar lögreglan og sjúkraliðið kom á vettvang þá lá Owsianik sárkvalinn á gólfi herbergis síns en þó með meðvitund. Hann var með töluverða blæðingu úr nefi og aflögun á vinstri fæti við hné. Staðfesti hann við lögreglu á vettvangi að hann hefði verið laminn með járnröri og var í framhaldi fluttur á slysadeild.

Auk yfirvofandi fangelsisdóms fer lögmaður Owsianik fram á að Saulys greiði skjólstæðingi sínum 3 milljónir króna í miskabætur auk vaxta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

HM í handbolta er framundan – Þetta eru leikdagarnir hjá strákunum okkar

HM í handbolta er framundan – Þetta eru leikdagarnir hjá strákunum okkar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leiðari Moggans í dag vekur athygli – „Í raun móðgun við Sjálfstæðisflokkinn“

Leiðari Moggans í dag vekur athygli – „Í raun móðgun við Sjálfstæðisflokkinn“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Leyniskjöl varpa ljósi á skelfilega áætlun Pútíns

Leyniskjöl varpa ljósi á skelfilega áætlun Pútíns
Fréttir
Í gær

Kviknaði í Mercedes-Benz jeppa fyrir utan Fjörð

Kviknaði í Mercedes-Benz jeppa fyrir utan Fjörð
Fréttir
Í gær

Skúli sakar Isavia um sjálfsupphafningu og yfirklór – Skorar á forstjórann að koma úr felum

Skúli sakar Isavia um sjálfsupphafningu og yfirklór – Skorar á forstjórann að koma úr felum