fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
Fréttir

Sara segist hafa „endurforritað“ sig með dáleiðslu – „Ég er algjörlega frjáls í dag“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 19:00

Skjáskot/Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við beitum okkur sjálf andlegu ofbeldi,“ segir Sara Pálsdóttir dáleiðari í viðtali við Ásdísi Olsen í þættinum Undir yfirborðið sem sýndur er á Hringbraut í kvöld.

Sara var velmegandi lögmaður og gekk allt í haginn á veraldlega sviðinu en á sama tíma hellti hún í sig eintómu vodka daglega til að deyfa sig. Hún segir að hugurinn hafi haldið sér í heljargreipum og að hún hafi verið undirlögð af sjúkdómum og verkjum. „Fyrsta opinberunin var sú að sjá að rót veikinda minna var það að ég elskaði ekki sjálfa mig, að ég í rauninni var djúpt sokkin í sjálfshatur,“ segir Sara í þættinum.

Aðspurð um það hvernig hún fékk þessa opinberun segir Sara að það hafi gerst smátt og smátt í gegnum bataferðalagið sitt. „Í gegnum þessar upplýsingar sem ég er að fá í gegnum undirmeðvitundina mína. Undirmeðvitundin, það eru rosalegar upplýsingar sem eru geymdar þar, hún man allt, hún veit allt, allar minningar eru geymdar þarna. Hún veit allt um líkamann, frumurnar, orkuna, hugsanirnar okkar og ef það er eitthvað að þá veit undirmeðvitundin hvað er að, af hverju og hvað þarf að gerast til að fá frelsi frá því,“ segir hún.

„Þannig þegar ég fer að tengjast undirmeðvitundinni og gefa henni réttar skipanir, um að ég vilji fá bata, um að ég vilji fá frelsi, þá byrjar hún strax að vinna að því. Hún byrjar að sýna mér og allt í einu fékk ég bara opinberun, ég man ekki hvort það var í hugleiðslu eða dáleiðslu, að ég væri yfirfull af neikvæðum kvíðaforritum sem voru að skapa kvíðahugsanir sem voru neikvæðar og ágengar, það var að valda meðal annars kvíðanum. Þá fór ég á fullu í að breyta því. endurforrita undirmeðvitundina.“

Sara segist hafa náð að „endurforrita“ sig með dáleiðslu og þannig náð bata. „Ég er algjörlega frjáls í dag,“ segir Sara, sem í þættinum sem sýndur er á Hringbraut klukkan 19:30 og 21:30 í kvöld.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður
Hide picture