fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Kristinn segir að hvarf Friðfinns hafi komið öllum í opna skjöldu – „Hann var búinn að standa sig gríðarlega vel“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 10:37

Faðirinn, Kristinn, til vinstri, og Friðfinnur til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er bókstaflega ekkert að frétta núna, engar frekari fréttir en þær sem komu í gær,“ segir séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns Freys Kristinssonar sem lögregla lýsti eftir í gær.

Leit hjálparsveita og þyrlu Landhelgisgæslunnar að Friðfinni stóð yfir í gær, meðal annars í Grafarvogi og Kópavogi. Leitin stóð fram á kvöld, að sögn Kristins, en skilaði engu.

Kristinn er ánægður með framlag lögreglu og hjálparsveita í málinu og viðmót þessara aðila við sig.  „Já, þeir hafa staðið sig mjög vel og ég er mjög þakklátur fyrir þeirra vinnu og björgunarsveitanna, ég er mjög þakklátur fyrir þeirra framlag.“

Aðspurður um framhald leitar segir hann: „Í gærkvöld skildist mér að þeir ætluðu að halda áfram en ég hef engar fréttir fengið í dag, en ég held að þeir vinni að málinu áfram í dag.“

Kristinn segist síðast hafa hitt son sinn á fimmtudaginn. Segir hann það hafa komið öllum í opna skjöldu að Friðfinnur skyldi týnast. „Það var ekkert óvenjulegt í gangi. Þetta kom öllum afskaplega á óvart því hann var búinn að standa sig gríðarlega vel og maður bara skilur þetta ekki.“

Kristinn segir son sinn hafa átt í fíkniefnavanda en hann hafi verið ekki verið í neyslu undanfarið og hafi verið kominn á beinu brauina. „Já, hann átti í fíknivanda en það hafði gengið vel undanfarið. En svona er þessi fíkniefnaheimur, hann er viðbjóður.“

Kristinn segir að ættingjar Friðfinns séu í góðu sambandi og þau styðji hvert annað á þessum erfiðu tímum. „Við erum í góðum tengslum og styðjum hvert annað. Við höfum styrk hvert af öðru og það er mikil huggun í því.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg