fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Kokkur Pútíns fagnar hrottalegu morði á liðhlaupa

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 07:05

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahersveitarinnar Wagner Group og oft nefndur Kokkur Pútíns, hefur fagnað myndbandi þar sem fyrrum meðlimur sveitarinnar er myrtur á miskunnarlausan hátt.

Myndbandið kom upp á yfirborðið um helgina á Grey Zone Telegram-rásinni sem að málaliðar Wagner Group nota iðulega. Þar má sjá fyrrum liðsmann sveitarinnar, Yevgeny Nuzhin, myrtan á hrottalegan hátt með sleggju en Nuzhin hafði yfirgefið Wagner Group og ákveðið að berjast með Úkraínumönnum.

Rotaður  í Kiev

Í myndbandinu segir Nuzhin að þann 4. september síðastliðinn hafi hann gerst liðhlaupi og ákveðið að berjast frekar með Úkraínumönnnum en Wagner Group. Hann hafði gengið að tilboði málaliðasveitarinnar þegar hann sjálfur afplánaði 24 ára dóm fyrir morð í Rússlandi. „Þann 11. nóvember var ég staddur úti á götu í Kiev þegar einhver sló mig í höfuðið svo ég rotaðist. Ég vaknaði síðan í þessum kjallar og þar var mér tilkynnt um að ég yrði dæmdur fyrir gjörðir mínar,“ segir Nuzhin.

Í kjölfarið var hann svo drepinn á hrottalegan hátt með sleggju.

Málaliðasveitin Wagner Group hefur gert mikið af því að fá dæmda glæpamenn í Rússlandi til þess að ganga til liðs við sveitina og berjast gegn Úkraínumönnum. Aðspurður um myndbandið vildi Prigozhin ekki staðfest að meðlimir Wagner Group hafi myrt Nuzhin en hann fagnaði þó örlögum hans.

„Hann var svikari“

„Nuzhin sveik fólkið sitt, hann sveik liðsmenn sína og var alveg meðvitaður um það. Hann var ekki tekinn til fanga né gafst hann upp. Hann var svikari,“ sagði Prigozhin samkvæmt frétt CNN.

Nuzhin hafði farið í viðtöl við fjölmiðla vegna þeirrar ákvörðunar sinnar að yfirgefa málstað Rússa og greint frá því hvernig hann var ginntur til þess að berjast með Wagner Group gegn því að verða náðaður af glæpum sínum í Rússlandi. Hann hafði þegar afplánað rúmlega 20 ár af dómi sínum fyrir morð í Nizhny Novgorod og sá fram á að losna úr fangelsi árið 2027.

Nuzhin benti á að hann ætti stóra fjölskyldu í Úkraínu. „Foreldrar mínir búa í vesturhluta Úkraínu. Hvernig getur háð stríð gegn fjölskyldu þinni?“ sagði hann í viðtali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði