Á Fréttavakt kvöldsins segjum við frá því að Matvælastofnun og lögreglan á Vesturlandi hafa í dag fjarlægt fjölda nautgripa af bæ í Borgarfirði eftir ítrekaðar ábendingar um vanrækslu dýranna.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina ekki ætla að stinga neinu undir stól varðandi Íslandsbankamálið. Hún telur að fjármálakerfið hafi orðið fyrir áfalli við það að lesa skýrsluna. Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, segir að framkvæmdin hafi verið mislukkuð.
Formaður Samfylkingarinnar segir að það krefjist meiri upplýsinga um Íslandsbankamálið svo að hún geti tjá sig um hvort hún telji að fjármálaráðherra beri að segja af sér vegna málsins.
Einn víðförlasti fréttamaður Íslands segir það sammerkt með fólki á jörðinni að því takist að bjarga sér úr ólíklegustu aðstæðum. Hann hefur nú skrifað bók um heimsreisur sínar.
Fréttavaktin er á dagskrá alla virka daga klukkan 18:30 á Hringbraut, frettabladid.is, dv.is og hringbraut.is.