fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Fréttir

Ugla Stefanía segir sárt að sjá undirskrift Haffa Haff á yfirlýsingu með transfóbískum áróðri

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. nóvember 2022 13:53

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Haffi Haff

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, rithöfundur og trans aðgerðarsinni, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að sjá nafn Hafsteins Þórs Guðjónssonar, betur þekktum sem Haffa Haff, meðal undirskrifta sem styðja við yfirlýsingu Samtakanna 22 –  Hagsmunasamtaka samkynhneigðra þar sem fjallað er um nýtt frumvarp til almennra hegningarlaga en þar eru svokallaðar bælingaraðferðir gerðar refsiverðar.

Samtökin 22 fagna því að bælingaraðferðir séu gerðar refsiverðar en vilja að það gildi aðeins um samkynhneigð en ekki um kynvitund og kyntjáningu.

Þekkir Haffa að góðu einu

Ugla segist þekkja Hafstein að góðu einu og því hafi verið sárt að sjá hann skrifa undir yfirlýsingu samtakanna. „Ég ætla að leyfa þeim að njóta vafans og vil halda að slíkt hafi verið gert án þess að gera sér grein fyrir hvað raunverulega stendur að baki svona yfirlýsingum – enda lítið annað en djúpstæður transfóbískur áróður sem liggur að baki orðræðu þessara samtaka,“ skrifar Ugla í færslu á Facebook-síðu sinni.

Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar lagði frumvarpið fram ásamt þverpólitískum hópi þingmanna. Á dögunum fjallaði DV um að bandaríska klámstjarnan, Buck Angel, hefði sent Alþingi umsögn vegna frumvarpsins en Ugla vekur athygli á því að fjölmargar slíkar umsagnir hafi borist erlendis frá.

„Inn á samráðsgátt flykktust hinsvegar inn transfóbískar umsagnir erlendis frá, ásamt umsögn frá samtökum (sem væri betur lýst sem facebook síðu sem var stofnuð út frá ranghugmyndum eins manns) sem leggjast sterklega gegn því að trans fólk sé verndað gegn bælingarmeðferð, á sama tíma og þau lýsa bælingarmeðferðum sem ofbeldi almennt. Erlendu umsagnirnar voru augljóslega fengnar með því að hvetja fólk inn á transfóbískum spjallhópum að senda inn umsagnir, enda fólk sem hefur enga tengingu við Ísland, hefur eflaust ekki einu sinni stigið fæti hingað, hvað þá búið hér. Allar hljómuðu þær umsagnir eins og lélegar eftirhermur breskrar anti-trans orðræðu, ásamt því að umsögn íslensku ‘samtakanna’ var illa ígrunduð og nánast beinþýddur áróður sem virtist hafa verið hent yfir á íslensku í einhverri flýti,“ skrifar Ugla.

Heilbrigðisstarfsfólki verði ekki refsað

Hún bendir á að umsagnirnar eigi það sameiginlegt að helstu rökin séu þau að heilbrigðsstarfsfólki geti verið refsað fyrir að styðja ekki undantekningarlaust við trans fólk ef leitað er til þeirra.

„Slíkt á sér auðvitað engar stoðir í raunveruleikanum, enda er verið að tala um að refsa fólki sem neyðir hinsegin fólk til að undirgangast bælingarmeðferðir, á borð við viðtalsmeðferðir eða trúarlegar athafnir, sem eru til þess gerðar að bæla niður hinseginleika fólk og sannfæra þau eða heilaþvo þau til að trúa því að þau séu ekki hinsegin,“ skrifar Ugla.

Hún segir að tilraunir til að draga úr trúverðugleika þessa frumvarp og ákalli til að útiloka trans fólk frá slíkri vernd eru því ekki á neinu byggð nema illa ígrunduðum rökum, sem eru lítið annað en dulbúin andstyggð í garð trans fólks. „Bresk rannsókn af hálfu bresku ríkisstjórnarinnar sýna svart á hvítu að trans fólk er líklegra til að vera boðið upp á bælingarmeðferð, og ætti því að vera öllum augljóst sem er annt um velferð hinsegin fólks að þetta er mikilvægt réttlætismál sem má ekki vera neinn afsláttur gefinn. Bælingarmeðferðir eru pyntingar sem eiga undantekningarlaust aldrei að vera leyfðar í nútímasamfélagi,“ skrifar hún og hvetur alþingismenn til þess að styðja við frumvarpið.

Hér má lesa færslu Uglu Stefaníu í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ólafur sendir Björgvin Njál ískalda kveðju – Skattgreiðendur geti hugsað hlýlega til hans þegar greitt er

Ólafur sendir Björgvin Njál ískalda kveðju – Skattgreiðendur geti hugsað hlýlega til hans þegar greitt er
Fréttir
Í gær

Skuggahliðar Home Alone-stjörnu

Skuggahliðar Home Alone-stjörnu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður Samstöðvarinnar mátti kalla eigendur Elju þrælahaldara – Var krafinn um 15 milljónir í bætur

Blaðamaður Samstöðvarinnar mátti kalla eigendur Elju þrælahaldara – Var krafinn um 15 milljónir í bætur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp