fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Pútín bregst við niðurlægjandi flótta frá Kherson – Vill svipta fólk ríkisfangi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. nóvember 2022 09:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hyggst leggja fram lagabreytingu sem heimilar stjórnvöldum að svipta einstaklinga, sem ekki eru fæddir í Rússlandi, ríkisfangi sínu og vegabréfum, ef að viðkomandi gagnrýnir stríðsrekstur stjórnvalda í Úkraínu.

Lagabreytingunni er beint að Úkraínumönnum á hermnumdum svæðum sem að neyddir voru til að gerast rússneskir ríkisborgarar.

Samkvæmt fréttum erlendra miðla getur ýmislegt orðið til þess að fólk verði svipt ríkisfangi sínu og réttindum, meðal annars að dreifa falsfréttum um Rússland, vanvirða rússneska þjóðfánann, þátttaka í skipulögðu starfi eða samtökum sem falla ekki rússneskum stjórnvöldum í geð, ákall um að hernumdu landssvæðin kljúfi sig frá Rússlandi og hverskonar öfgahyggja.

Reikna má með að hin umdeilda lagabreyting séu viðbrögð Vladimir Pútín við niðurlægjandi flótta rússneska hersins frá úkraínsku borginni Kherson.

Evrópusambandið hefur gefið það út að vegabréf, sem gefin hafa verið út af Rússum til íbúa hernuminna svæða í Úkraínu, muni ekki gilda til ferðalaga innan Schengen-svæðisins. Sú ákvörðun hefur ekki verið staðfest af Evrópuþinginu en búist er við að það verði fyrr en síðar.

Þá var greint frá því að Pútín ætlaði ekki að mæta til leiks á fund G20 ríkjanna í Balí en þar hefði hann hitt Joe Biden, Bandaríkjaforseta, í fyrsta sinn síðan stríðsbröltið í Úkraínu hófst. Þess í stað mun utanríkisráðherrann Sergei Lavrov mæta fyrir hönd Rússa ásamt sendinefnd sinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú