Í dag var birt í Lögbirtingablaðinu fyrirkall og ákæra gegn tveimur mönnm sem yfirvöldum hefur ekki tekist að ná í undanfarið.
Mennirnir eru sakaðir um að hafa haft í fórum sínum 61 kannabisplöntu í íbúð sem þeir leigðu í Eskihlíð. Málið kom upp sumarið 2020. Annar maðurinn er í dag óstaðfestur í hús en hinn býr í Hafnarfirði, þó tekst ekki að hafa upp á honum til að birta honum ákæru.
Auk kannabisplantnanna lagði lögreglan hald á ýmsan búnað sem notaður er til kannabisræktunar.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. desember næstkomandi og eru mennirnir hvattir til að mæta fyrir dóm. „Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum,“ segir í tilkynningunni.