Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið einstaklinga sem grunaður er um aðild að sprengingunni sem átti sér stað á vinsælli verslunargötu í Istanbul í gær. Sprengingin drap sex einstaklinga og særði meira en áttatíu og er óttast að tala fallina muni hækka eftir því sem á líður. Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, sagði skömmu eftir sprenginguna að allar líkur væru á því að um hryðjuverkárás væri að ræða þó að hann vildi ekki slá því föstu.
Það fullyrti hins vegar Fuat Oktay, varaforseti Tyrklands, sem í samtali við ríkismiðilinn Anadolu, sagði að um hryðjuverkaárás hefði verið að ræða sem hefði verið framkvæmd þannig að kona hafi sprent sig í loft upp.
Innanríkisráðherra landsins, Suleyman Soylu, sagði að grunur léki á að Verkamannaflokkur Kúrda (PKK) og Lýðveldissamtökin (PYD) bæru ábyrgð á árásinni. PKK eru skæruliðasamtök sem berjast fyrir auknu sjálfstæði kúrdískra svæða innan Tyrklands en PYD er sýrlenskur armur flokksins.
Greint hefur verið frá því að meðal þeirra látnu sé sex ára stúlka sem lést ásamt föður sínum.