fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Heimili óttans – Hjón í Reykjanesbæ dæmd fyrir áralangar misþyrmingar gegn börnum sínum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. nóvember 2022 12:29

Reykjanesbær. Myndin er úr safni og engist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur þyngdi á föstudag dóm yfir manni fyrir mikið og langvarandi ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum og eiginkonu sinni. Jafnframt staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms yfir konunni sem einnig beitti börnin ofbeldi. Fangelsisdómur yfir manninum var þyngdur úr einu og hálfu ári upp í tvö ár. Staðfestur var sex mánaða skilorðsbundinn dómur yfir móðurinni.

Brotin áttu sér stað á rúmlega tveggja ára tímabili frá 2018 og fram í ágústmánuð 2020. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað, á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi, heilsu og velferð dætranna fjögurra með því að beita þær í refsingarskyni ítrekuðu, margendurteknu og stöðugu líkamlegu ofbeldi á heimili þeirra, oft í viku.

Maðurinn barði börnin með beltissylgju, skóm, flötum lófa, herðatré og leikfangapíanói svo eitthvað sé nefnt. Hann stillti börnunum einnig upp í kring á gólfinu og sló þau með belti. Segir í dómi að ofbeldið hafi verið með þeim hætti að maðurinn hélt áfram að berja stúlkurnar þar til þær hættu að gráta.

Eftir að börnin voru vistuð á fósturheimili hélt ofbeldi mannsins gegn þeim áfram en hann fylgdist með þeim fyrir utan fósturheimilið og sendi þeim ógnandi skilaboð á Messenger.

Maðurinn misþyrmdi eiginkonunni, móður barnanna, einnig oft í viku og var einnig sakfelldur fyrir það. Móðirin var síðan sakfelld fyrir að beita þrjár af dætrunum líkamlegu ofbeldi, t.d. að toga í hár þeirra og berja þær með höndum, herðatré og ræstingamoppu.

Hjónin eru erlend og aðflutt. Þau gengu í hjónaband og hafa búið víðsvegar um heim. Þau eru múslimar og segjast hafa sætt ofsóknum vegna samkynhneigðar mannsins. Ættingjar hafi brennt hús þeirra til grunna í febrúar árið 2016 og í framhaldi hótað að ræna dætrum þeirra. Þau hafi þá flutt til annars lands en vegna ótryggs ástands í því landi snúið til baka árið 2017 en flúið síðan vegna ofsókna sama ár til Íslands. Fengu þau alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi í febrúar árið 2019.

Íþróttaþjálfari hafði samband við barnavernd

Rannsókn á skelfilegum aðstæðum barnanna hófst sumarið 2020 er íþróttaþjálfari í Reykjanesbæ hafði samband við barnavernd og lýsti yfir áhyggjum af stúlkunum. Greindi ein stúlkan honum frá því að faðir hennar myndi berja hana er hún kæmi heim eftir æfinguna. Greindi hún síðan þjálfaranum nánar frá ofbeldinu sem hún og systur hennar máttu þola.

Rannsókn barnaverndar leiddi til þess að stúlkunum var komið fyrir á fósturheimili, lögregla hóf rannsókn á málinu og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákærði hjónin síðan í september árið 2021.

Málið hefur verið nokkuð í fréttum síðan dómur féll í því við Héraðsdóm Reykjaness í byrjun þessa árs en því er nú lokið með dómi Landsréttar, þar sem fangelsisvist föðurins er lengd og skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir móðurinni er staðfestur.

 

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu mál lesa hér

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“