Tilkynnt var um slys í Dalslaug í Úlfarsárdal í gær en þar hafði barn fallið aftur fyrir sig. Sjúkraflutningamenn skoðuðu barnið og var farið með það í kjölfarið á bráðamóttöku til frekari skoðunar en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um ástand þess.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar segir einnig frá því að maður féll niður tröppur við heimili sitt í hverfi 104 í Reykjavík. Var hann fluttur á bráðamóttöku til frekari skoðunar.
Tilkynnt var um slagsmál í hóteli í miðborginni. Hins vegar var allt orðið rólegt þegar lögreglu bar að og héldu allir sína leið eftir upplýsingagjöf til lögreglu.
Tilkynnt var um eld í ruslagámi í hverfi 104 og náði slökkvilið að slökkva eldinn.