Par var handtekið í austurborginni í gærkvöldi eftir að sást til þess brjótast inn í bifreiðar. Annar aðilinn reyndi að komast undan á hlaupum en var hlaupinn uppi af fótfráum lögreglumönnum. Hinn faldi sig í nálægum garði þar sem lögreglan fann hann. Parið var með ætlað þýfi í fórum sínum. Var fólkið flutt á lögreglustöð og vistað í fangageymslu.
Þrír ökumenn voru handteknir, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Þjófur stal út bifreið, sem var lagt við verslun á höfuðborgarsvæðinu, og virðist meðal annars hafa stolið greiðslukorti. Það var notað í verslun skammt frá.