fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Haraldur býður dómsmálaráðherra með sér í ferð til Grikklands

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 17:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og stjórnandi á Twitter, hefur ákveðið að bjóða Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra í ferð til Grikklands. Ekki er um að ræða skemmtiferð þar sem Haraldur vill fara með Jóni til að skoða aðstöðu flóttafólks þar í landi.

Í færslu sem Haraldur birti á Twitter-síðu sinni segist hann vera tilbúinn að borga bæði flugmiða og gistingu fyrir Jón ef hann kemur með sér.

Ástæðuna fyrir þessu boði má rekja til þeirrar miklu umræðu sem hefur verið að undanförnu um brottvísanir á flóttafólki til Grikklands. Umræðan hófst þegar 15 manns var vísað úr landi fyrir viku síðan, til stóð að vísa 28 manns en 13 fundust ekki. Þá vakti meðferð lögreglunnar á Hussein Hussein, fötluðum manni sem vísað var úr landi, mikla athygli og ólgu meðal fólks.

Aðgerðir stjórnvalda hafa verið harðlega gagnrýndar en spjótunum hefur hvað mest verið beint að dómsmálaráðherra þar sem hans ráðuneyti sér um þennan málaflokk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur