Héraðsdómur Reykjavíkur varð í dag við kröfu héraðssakóknara um framlengt gæsluvarðhald yfir þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni, sakborningum í hryðjuverkamálinu svonefnda. Hefur gæsluvarðhald þeirra, sem rann út í dag, verið framlengt til 24. nóvember.
Fréttablaðið greinir frá þessu. Fram kemur einnig í fréttinni að úrskurðurinn verður kærður til Landsréttar.