Sky News skýrir frá þessu og segir að vélin hafi lent í Teheran snemma að morgni 20. ágúst. Þetta er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni. Hann sagði að vopnin þrjú veiti Íranska byltingarhernum tækifæri til að rannsaka þau og hugsanlega nýta sér tæknina til að smíða álíka vopn. Íranar þykja mjög færir í hermismíðum.
Fyrir þetta fengu Rússar rúmlega 160 dróna, þar á meðal 100 Shahed-136 dróna sem hafa verið nefndir sjálfsmorðsdrónar því þeir springa þegar þeir lenda á skotmarki sínu.
Heimildarmaðurinn sagði að Rússar og Íranar hafi á síðustu dögum samið um ný álíka viðskipti að verðmæti 200 milljóna evra. Rússar fái því aðra stóra sendingu af drónum frá Íran á næstunni.