Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Þóroddi Bjarnasyni, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, að hlutfall fólks sem vill búa í Miðborginni sé lágt.
Hann kynnti nýlega niðurstöður rannsóknar um búferlaflutninga. Rannsóknin er grunnur að nýrri bók, Byggðafesta og búferlaflutningar, sem kemur út nú fyrir jólin.
Frá aldamótum hefur fólki fjölgað mest í kringum höfuðborgarsvæðið, til dæmis á Selfossi, Akranesi og í Reykjanesbæ.
Hefur háu fasteignaverði verið kennt um en það er ekki það eina sem hefur áhrif að sögn Þórodds. „Samkeppnin virðist vera á milli þessara byggðarlaga og úthverfa höfuðborgarsvæðisins ,“ sagði hann og benti á að samkvæmt rannsókninni þá vilji 20 til 25% íbúanna þar búa á höfuðborgarsvæðinu. En þá frekar í úthverfum en miðsvæðis.
Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.