fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Fáir vilja flytja í Miðborgina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 09:00

Miðborgin er ekki ofarlega á óskalista margra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er lítill áhugi á að búa í Miðborginni nema hjá fólki sem býr þar eða í nærliggjandi hverfum. Flestir vilja búa í úthverfum höfuðborgarsvæðisins og á þéttbýlisstöðum sem eru í innan við klukkutíma radíus frá Reykjavík.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Þóroddi Bjarnasyni, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, að hlutfall fólks sem vill búa í Miðborginni sé lágt.

Hann kynnti nýlega niðurstöður rannsóknar um búferlaflutninga. Rannsóknin er grunnur að nýrri bók, Byggðafesta og búferlaflutningar, sem kemur út nú fyrir jólin.

Frá aldamótum hefur fólki fjölgað mest í kringum höfuðborgarsvæðið, til dæmis á Selfossi, Akranesi og í Reykjanesbæ.

Hefur háu fasteignaverði verið kennt um en það er ekki það eina sem hefur áhrif að sögn Þórodds. „Samkeppnin virðist vera á milli þessara byggðarlaga og úthverfa höfuðborgarsvæðisins ,“ sagði hann og benti á að samkvæmt rannsókninni þá vilji 20 til 25% íbúanna þar búa á höfuðborgarsvæðinu. En þá frekar í úthverfum en miðsvæðis.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Í gær

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni