Á síðustu dögum hafa margar upptökur birst frá Uljanovsk, sem er um 650 km austan við Moskvu, þar sem nýir hermenn kvarta hástöfum yfir að hafa ekki fengið greitt og er ekki annað að sjá en þeir hafi gripið til mótmælaaðgerða í herstöðinni sinni.
Á upptöku frá Telegramrásinni ChuvashiaDream sjást hermennirnir ræða hástöfum við foringjann sinn. „Ég kom alla leið frá Moskvu til heimabæjar míns til að skrá mig í herinn með vinum mínum af því að föðurlandið og forsetinn þörfnuðust okkar,“ segir einn hermannanna.
„Herforinginn sagði mér að eftir tvo til þrjá daga myndum við fá eingreiðslu upp á 300.000 rúblur,“ segir hann síðan.
En þarna grípur liðsforingi, kona, inn í og segir: „Það gerðist ekki.“
Þá hrópar hermaðurinn: „Víst, það gerðist víst.“
Þá segir liðsforinginn að þetta hafi einungis verið lagafrumvarp sem var ekki samþykkt: „Strákar, skiljið nú að ég lofaði ykkur ekki 300.000.“
Annar hermaður tekur þá til máls og segir: „Við höfum allir verið blekktir, þannig er það.“
Upphæðin sem um ræðir svarar til rúmlega 700.000 íslenskra króna en það eru miklir peningar fyrir almenna Rússa sem hafa margir hverjir aðeins sem svarar til um 135.000 íslenskra króna í mánaðarlaun.
Önnur upptaka frá sömu herstöð sýnir að sögn sömu hermenn mótmæla hástöfum í herstöðinni aðfaranótt 2. nóvember.
Video from Baza of mobilized soldiers in Ulyanovsk who staged a protest because they aren’t being paid what they were promised. Rosgvardia troops were reportedly deplored before they dispersed. https://t.co/QKLavQIUh5 pic.twitter.com/DPLjKaGL27
— Rob Lee (@RALee85) November 2, 2022