fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Hræddi fólk með stórum hníf

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 06:58

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi var tilkynnt um tvo menn sem sátu við borð á veitingastað í Miðborginni. Hafði annar þeirra tekið upp stóran hníf og stungið honum í borðið sem hann sat við. Sagði tilkynnandi að þetta hafi hrætt viðskiptavini sem hafi yfirgefið staðinn. Lögreglan handtók viðkomandi og lagði hald á hnífinn.

Ekið var á hjólreiðamann í Miðborginni. Hann var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið.

Lögreglumenn höfðu afskipti af manni sem reyndist vera með töluvert af fíkniefnum í fórum sínum. Talið er að efnin hafi verið ætluð til sölu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Grunur leikur á að hann dvelji ólöglega hér á landi.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi varð umferðaróhapp og stakk annar ökumaðurinn af frá vettvangi. Lögreglan handtók hann skammt frá. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Hann var vistaður í fangageymslu.

Brotist var inn í bifreið í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Ökumaðurinn hafði brugðið sér frá bifreiðinni í skamma stund. Þegar hann kom til baka var búið að stela verðmætum sem voru sýnileg í bifreiðinni.

Þrír ökumenn voru handteknir, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra hafði ekið á ljósastaur. Einn reyndist vera sviptur ökuréttindum og annar var með meint fíkniefni í fórum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Ef ég hefði verið tveimur mínútum seinna á ferðinni hefði það verið of seint“

„Ef ég hefði verið tveimur mínútum seinna á ferðinni hefði það verið of seint“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu
Fréttir
Í gær

Mennta- og barnamálaráðherra í mál við ríkið og krefst rúmlega tíu milljóna króna

Mennta- og barnamálaráðherra í mál við ríkið og krefst rúmlega tíu milljóna króna
Fréttir
Í gær

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“
Fréttir
Í gær

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart
Fréttir
Í gær

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smáskjálftavirkni við Sundhnúka virðist fara vaxandi

Smáskjálftavirkni við Sundhnúka virðist fara vaxandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“