Rússar hafa þörf fyrir íranska sjálfsmorðsdróna (kamikaze-dróna) til árása á Úkraínu.
Á laugardaginn viðurkenndu Íranar að hafa selt Rússum slíka dróna en segja að það hafi verið gert áður en stríðið hófst.
Íranar hafa lengi verið grunaðir um að vinna að smíði kjarnorkusprengju en þeir neita því og segjast eingöngu ætla að nota kjarnorku í friðsamlegum tilgangi.
ISW segir að beiðnir Írana til Rússa um aðstoð við kjarnorkuáætlun þeirra og sala drónanna til Rússa bendi til að íranskir embættismenn hafi í hyggju að koma á ákveðnu öryggissamtarfi við Rússa þar sem ríkin hafi jafna stöðu.