Ljóst er að meirihluti íslensku þjóðarinnar villa heimila akstursþjónustuna Uber hér á landi. Það er niðurstaða viðhorfskönnunar Maskínu þar sem spurt var: „Ertu hlynnt(ur)eða andvíg(ur/t)því að akstursþjónusta á borð við Uber verði heimiluð á Íslandi?“
53% aðspurða voru mjög hlynntir (27,8&) eða frekar hlynntir (25%) því að þjónustan ætti að vera starfrækt hér á landi. 29,8% voru í meðallagi hlynntir Uber á Íslandi en 17,4 voru frekar andvígir (8,8%) eða mjög andvígir (8,6%) hugmyndinni.
Athygli vekur að 92% þeirra sem nota Uber á ferðum sínum erlendis voru hlynntir því að heimila Uber hérlendis og 68% þeirra sem nota leigubílaþjónustu hérlendis einu sinni í mánuði eða oftar.
Lítill munur var á skoðunum kynjanna til hugmyndarinnar en áberandi var að yngra fólk var mun frekar hlynnt innreið Uber á íslenskan markað en eldra fólk.
Könnunin fór fram 26-31.október og voru svarendur alls 1.016 talsins.