Hinn handtekni sagðist hafa nýtt sér þjónustu fyrirtækisins fyrr um kvöldið og hafi sofnað værum svefni þar inni. Umhverfis hann voru tómar áfengisumbúðir.
Þegar tilkynnandi kom á vettvang var farið um fyrirtækið og var engin ummerki að sjá um innbrot né þjófnað og gerir fyrirtækið því engar kröfur á hinn handtekna sem var sleppt lausum.
Ekki var annað að sjá en starfsfólkið hafi óvart læst hann inni þegar það lauk störfum og hann svaf værum svefni. Þegar hann vaknaði og fór á stjá fór öryggiskerfið í gang.