Nemandi við Fjölbrautarskólann í Ármúla segir að sorg ríki í skólanum eftir að systrunum Jasmin og Söru var vísað úr landi, en þær hafi verið einstakir úrvalsnemendur. Allir hafi verið hágrátandi í skólanum þegar fréttist um brottvísun þeirra í síðustu viku.
COP 27 loftslagsráðstefnan var sett í Sharm el Sheik í Egyptalandi þar sem þjóðarleiðtogar fjölda landa ávörpuðu ráðstefnuna. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði að það stefndi í loftslagshelvíti á Jörðu.
Vel gengur að safna jólagöfum til að senda til Úkraínu í átakinu Jól í skókassa sem KFUM og K stendur fyrir. Fólk getur lagt átakinu lið með því að skila inn gjöfum í jólalegum skókössum fram að helgi.
1 til 3% af genamengi Evrópu-Asíumanna kemur frá Neanderdalsmönnum sýna nýlegar rannsóknir. Erfðafræðingur fer yfir nýjustu tíðindi af rannsóknum á þessum frænda nútímamannsins.