Einn var handtekinn á fyrsta tímanum í nótt eftir að hann hafði verið ógnandi í framkomu í fyrirtæki Hlíðahverfi. Hann var vistaður í fangageymslu.
Einn var handtekinn vegna skemmdarverka í Háaleitis- og Bústaðahverfi á fyrsta tímanum í nótt. Var hann vistaður í fangageymslu.
Einn ökumaður var kærður fyrir akstur gegn rauðu ljósi síðdegis í gær.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka með of marga farþega í nótt.
Í Hafnarfirði hlaut maður minniháttar skurð á hendi síðdegis í gær. Lögreglumenn bjuggu um sár hans.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka án gildra ökuréttinda. Um ítrekað brot var að ræða hjá honum.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar ók á 118 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Hinn ók á 124 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.