fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Biskup Íslands er vonsvikin – „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. nóvember 2022 09:00

Agnes Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil reiði greip um sig í samfélaginu í gær í kjölfar brottvísunar hóps hælisleitenda sem voru fluttir flugleiðis úr landi aðfaranótt gærdagsins. Biskupinn yfir Íslandi, Agnes M. Sigurðardóttir, segist vera vonsvikin vegna aðgerða yfirvalda.

„Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi þar sem einhver lög leyfa að svona gjörningar fari fram; að fólk sé vakið upp um miðja nótt, tekið af lögreglunni út í bíl og keyrt upp á flugvöll og flogið til útlanda,“ hefur Fréttablaðið eftir henni.

Aðgerðum yfirvalda var mótmælt á Austurvelli í gær og margir hafa tjáð sig um málið.

„Ég hef talið mér trú um það að lögin í landinu séu byggð á kristnum gildum og svona aðgerðir eru ekki í þeim anda. Ég bara botna ekki því að bjóða fólki, sem hefur verið hér í stuttan eða langan tíma og er bara að leita hér skjóls og friðar í sitt hjarta, að vera tekið úr landi. Og ég vil ekki að þjóðfélagið sé byggt upp af svona hörku. Miskunn og mildi eru lykilorð,“ sagði Agnes.

„Mig skortir skilning til að botna í þessu. Við kristið fólk segjum að við hjálpum öðrum af því að við erum kristin en ekki af því að þau eru kristin,“ sagði hún einnig og biðlaði til þingmanna um breyta lögunum: „Lög landsins eru ekki skráð í einhverjar rollur frá því árið núll heldur eru búin til hér á landi og það er enginn vandi að breyta þeim.“

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill