fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Unnur segist hafa fengið „hótunarsímtöl“ frá dómsmálaráðherra – „Mér er bara svo gróflega misboðið“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er sjálfstæðiskona og hef alltaf verið sjálfstæðiskona. Ég trúi á lýðræði, frelsi og einstaklinginn. En undanfarnir dagar hafa verið mínu sjálfstæðishjarta erfiðir og þau vinnubrögð sem viðhöfð eru í mínum flokki hafa gengið fram af mér.“

Svona hefst færsla sem Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands og formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Unnur segist vera að vísa til vinnubragða stuðningsmanna annars frambjóðandans og starfsmanna Valhallar sem koma henni fyrir sjónir sem „strengjabrúður þess frambjóðanda“ en frambjóðandinn sem um er að ræða er Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

„Ég hef fengið „hótunar“ símtöl frá jakkafataklæddum mönnum innan flokksins þar af einum háttsettum sem fór langt út fyrir sitt umboð í ljósi embætti síns,“ segir Unnur en í samtali við DV segir hún að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sé einn þeirra sem hefur hringt umrædd símtöl í hana. „Ég er ekki eina manneskjan sem hefur fengið svona símtöl frá honum,“ segir Unnur í samtali sínu við blaðamann.  „Hann er að hringja út um allt, hann er búinn að vera að því.“

Aðspurð um innihald símtalsins við Jón segir Unnur: „Það eru bara dómsdagsspár ef Guðlaugur nær kjöri.“

„Mér er bara svo gróflega misboðið.“

„Ég bara veit ekki hvað er í gangi þarna í Valhöll, þetta er bara galið“

Unnur segist hafa verið boðuð í yfirheyrslur í Valhöll síðastliðið þriðjudagskvöld. „Svo finnst mér mjög óeðlilegt þegar listarnir okkar eru kærðir og það er skipuð nefnd inn í Valhöll þar sem maður er kallaður í yfirheyrslur, þetta var ekki í reykfylltu bakherbergi en þetta var bakherbergi, að þar sé Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður Jóns, formaður nefndarinnar,“ segir hún. „Davíð Þorláksson var þarna líka í þessari kjörbréfanefnd sem tók mig í yfirheyrslu. Það var Davíð Þorláksson sem sýndi mér þvílíka lítilsvirðingu, fór með mig eins og ég hafi framið þrefalt morð. Svo þegar ég ætlaði að reyna að svara var bara gripið fram í fyrir mér, þetta var bara ótrúleg upplifun.“

Þá segir Unnur frá því sem fram fór í þessari yfirheyrslu. „Það er verið að saka mig um að vera að svindla, ég er ásökuð um svindl en samt er ekki að vera að ásaka mig, en það er samt verið að ásaka mig. Þegar ég spyr af hverju þeir eru að saka mig um þetta þá segja þeir: Nei, nei, ég veit að þú vinnur heiðarlega. En það er samt ég sem sendi listann yfir landsfundarfulltrúa frá mér. Þeir vilja meina að ég hafi fyllt listann af Guðlaugs mönnum en við sendum inn lista frá okkur í Kópavogi og listinn okkar var ekki fullur.“

Til marks um heiðarleika sinn segir Unnur frá mistökum sem gerð voru þegar listinn var tekinn saman, ekki hafði verið tekið eftir tölvupósti frá einum aðila sem sótti um innan tímamarkanna. Þegar mistökin voru gerð opinber vildi fólk í Valhöll þó ekki laga þau, búið var að fylla listann.

„Það var póstur sem ég fékk og það nafn rataði ekki inn á listann. Ég hef samband við Valhöll og vil bæta viðkomandi við því hann sækir um innan tímamarka. Ég býðst til að taka skjáskot af tölvupóstinum til að sýna fram á það að ég sé að segja satt og rétt frá af því ég er að vinna heiðarlega, ég ætla ekki að standa í einhverju bulli. En þá er mér bara neitað og sagt að listinn sé fullur. Listinn fór ekki fullur frá okkur en svo fyllist listinn þegar hann er kominn inn í Valhöll. Ég bara veit ekki hvað er í gangi þarna í Valhöll, þetta er bara galið.“

„Þegar maður sér að í Valhöll eru allir strengjabrúður Bjarna, það er bara of langt gengið“

Unnur segir að í þessari baráttu hafi hún reynt að vera eins hlutlaus og hægt er, hún hafi meira að segja gengið svo langt að setja ekki „like“ á neinar færslur tengdar kosningunum. „Ég þarf náttúrulega alltaf að vera hlutlaus sem formaður félags. Ég hef passað mig að vera ekki að sýna mína afstöðu, ég get ekki, sem formaður félags, farið að blása hana upp. Það var bara minn nánasti hringur sem vissi þetta,“ segir hún en að nú sé komið nóg.

„Þegar maður sér að í Valhöll eru allir strengjabrúður Bjarna, það er bara of langt gengið. Kosningaslagur er kosningaslagur, það er deilt og tekist á, en þetta er bara svo miklu meira en það. Ég er búin að reyna að standa mig eins vel og ég get og verið heiðarleg, ég hef ekki útilokað neinn af okkar lista nema þá sem áttu ekki heima í okkar kjördæmi. Fólk veit alveg að ég hef alltaf verið heiðarleg í mínum vinnubrögðum, ég tek ekki þátt í einhverju bulli og stend alltaf á mínu.“

Hægt er að lesa færslu Unnar í heild sinni hér fyrir neðan:

„Ég er sjálfstæðiskona og hef alltaf verið sjálfstæðiskona. Ég trúi á lýðræði, frelsi og einstaklinginn.

En undanfarnir dagar hafa verið mínu sjálfstæðishjarta erfiðir og þau vinnubrögð sem viðhöfð eru í mínum flokki hafa gengið fram af mér. Þarna er ég að vísa til vinnubragða stuðningsmanna annars frambjóðandans og starfsmanna Valhallar sem koma mér fyrir sjónir sem strengjabrúður þess frambjóðanda.

Ég hef fengið „hótunar“ símtöl frá jakkafataklæddum mönnum innan flokksins þar af einum háttsettum sem fór langt út fyrir sitt umboð í ljósi embætti síns.

Ég var boðuð í yfirheyrslur í bakherbergi í Valhöll í fyrrakvöld fyrir nefnd sem ágætur (eða ekki) þekktur lögmaður er í forsvari. Þar var talað niður til mín og ég lítilsvirt. Það var farið með mig eins og sakamenn í sakamáli þá er ég að vísa einnig í ítrekuð yfirheyrslusímtöl. Sakarefnið er ekki alveg á hreinu því það er ekki verið að saka mig beint um neitt … en …..

Ég hef verið í stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs í 5 ár og er nú formaður þess góða félags. Sem formaður skilaði ég inn listum þeirra Sjálfstæðismanna í Kópavogi sem ætla á landsfund flokksins næstu helgi. Ég tók saman nöfn þeirra sem óskuðu eftir sæti – það fengu allir sæti sem óskuðu eftir sæti innan tímamarka. En samt á ég að hafa gert eitthvað af mér ….en samt ekki…. og farið með mig eins og sakamann af því að stuðningsmenn annars frambjóðandans eru að fara af taugum yfir því að nú hefur Guðlaugur Þór ákveðið að bjóða sig fram. Erum við ekki flokkur lýðræðisins ? Er þetta Rússland á tímum kalda stríðsins ? Hótanir eins og að framboð Guðlaugs Þór kljúfi flokkinn, valdi stjórnarslitum og allt fari í kaldan kol.

Stuðningsmenn annars frambjóðandans telja það greinilega vænlegast til árangurs að ráðast á grasrót flokksins – fólksins sem vinnur af heilindum í sjálfboðastarfi. Og það er ekki til þess fallið að kljúfa flokkinn?

Því verð ég að segja að þrátt fyrir að hafa verið búin að einsetja mér að taka ekki opinbera afstöðu þá gerði ég það hér með. Ég get ekki annað – það sem ég hef upplifað síðustu daga er svo miklu verra en kosningaslagur á milli aðila.

Ég vil flokk sem vinnur fyrir fólkið í landinu (ekki bara útvalda). Ég vil lýðræðislegan flokk (þar sem allir sem vilja geta boðið sig fram). Ég vil flokk þar sem virðing er borin fyrir fólki ( öllu fólki). Ég vil flokk fyrir venjulegt fólk eins mig og þig.

Því mun ég kjósa Guðlaug Þór og vona að þú gerir það líka. Nú er kominn tími fyrir breytingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt