fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Svikafeðgarnir Jóhannes og Eggert hlutu skilorðsbunda dóma í launasvindli – Viðskipta- og veiðifélagar fengu einnig dóma

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 18:00

Feðgarnir Jóhannes Gísli Eggertsson og Eggert Skúli Jóhannesson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Feðgarnir Jóhannes Gísli Eggertsson og Eggert Skúli Jóhannesson voru, ásamt fjórum öðrum karlmönnum, dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa svikið fé út úr Ábyrgðasjóði launa. Þar á meðal er annar sonur Eggerts, Hörður Alexander, veiðifélagi hans Gunnar Bender og viðskiptafélagi hans Jóhann Ósland Jósefsson sem og Friðfinnur V. Hreinsson.  D

Málin snúast öll um kröfur sem gerðar voru í Ábyrgðasjóð laun vegna sex gjaldþrota félaga sem mennirnir annaðhvort voru í fyrirsvari fyrir eða þóttust vera launþegar hjá. Alls voru greiddar yfir 20 milljónir króna út áður en málið komst upp og rannsókn hófst.

Eggert tengdist öllum þeim seku ýmist fjölskyldu-, vina- eða viðskiptaböndum og hafði haft aðkomu að rekstri allra fyrirtækjanna sem við sögu koma. Jóhann Ósland mun hafa tekið við sem framkvæmdastjóri og prókúruhafi í rekstri fjögurra af sex fyrirtækjum sem við sögu koma skömmu fyrir gjaldþrot þeirra. Þannig virðist Jóhann Ósland hafa starfað sem nokkurs konar útfararstjóri fyrir feðgana Eggert og Jóhann Gísla.

Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness var að dæma Eggert Skúla og Jóhann Ósland í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Gunnar var dæmdur í 10 mánað fangelsi, Jóhannes Gísli í 8 mánaða fangelsi en Hörður Alexander og Friðfinnur í sex mánaða fangelsi. Allir voru dómarnir skilorðsbundnir.

Sveik út fé samliða greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði

Í lok árs 2008 varð fyrirtæki Eggerts, Skipamiðlunin ehf. gjaldþrota. Tilkynning um að Jóhann Ósland hefði tekið yfir framkvæmdastjórn og sem prókúruhafi fyrirtækisins barst fyrirtækjaskrá 17 dögum fyrir gjaldþrot. Í dómsorði segir að Eggert hafi í desember farið með móður sinni í VR og framvísað þar fölsuðum starfssamningum þeirra við Skipamiðlunina ehf., launaseðlum og öðru með það að markmiði að fá stéttarfélagið til þess að gera fyrir þeirra hönd kröfu í þrotabú félagsins, sem og kröfu um greiðslu úr Ábyrgðarsjóði launa. Tókst Eggert að svíkja rúmar 2,2 milljónir úr sjóðnum það skiptið en á sama tíma var hann að þiggja greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði

Handritið virðist hafa verið margnýtt

Eftir þessu sama handriti virðist Eggert og hinir hafa farið í hin skiptin einnig.

Árið 2012 samþykkti Ábyrgðarsjóður launa 2,8 milljóna greiðslu til Eggerts vegna ógreiddra launa hins gjaldþrota Almenna leigufélags ehf. Það gerði hann, samkvæmt ákæru, með því að framvísa fölsuðum gögnum til VR sem fór svo fyrir hans hönd með kröfu í þrotabúið og Ábyrgðarsjóð. Segir í dómsorði að Jóhann Ósland hafi tekið við stjórn felagsins þann 15. október 2012, en tilkynning þess efnis var móttekin hjá Fyrirtækjaskrá 7. nóvember 2012, eða rúmum þremur mánuðum áður en félagið var tekið til gialdþrotaskipta. Ráðningartími Eggerts var samkvæmt þeim samningi frá 1. október 2012, en samningurinn er dagsettur þann 16. október 2012. Samningurinn er undirritaður af þeim Jóhanni og Eggerti, þrátt fyrir að Jóhann hafi ekki tekið við stjórn félagsins fyrr en rúmum tveimur vikum síðar.

Enn og aftur kom Jóhann Ósland við sögu þegar fyrirtækið B-400 ehf. varð gjaldþrota árið 2012, en í því tilfelli var það eldri sonur Eggerts, Jóhannes Gísli, sem gerði kröfu um greiðslu úr Ábyrgðarsjóði launa með því að framvísa gögnum til VR. Gögnin vory  sögð fölsuð, og meint svik Jóhannesar og Jóhanns í sögð nema rétt tæpum þremur milljónum. Gat Jóhannes Skúli ekki gefið fullnægjandi skýringar á aðkomu sinni að málinu og bar við minnisleysi sökum fíkniefnaneyslu og kvíða.

Engin gögn til um sölutilraunirnar

Ári síðar, 2013, varð fyrirtæki Eggerts, Alexandra ehf. gjaldþrota. Gunnar Bender gerði þá kröfu í Ábyrgðarsjóð launa, með sama hætti og áður hefur verið lýst, í gegnum VR. Sú krafa var metin tilhæfulaus og var Eggert sömuleiðis sakfelldur fyrir að hafa falsað skjöl og gögn til þess að gera Gunnari kleift að leggja fram kröfu sína. Í dómnum kemur fram að Gunnar og Eggert hafi kynnst er þeir sátu saman í stjórn Landssambands stangveiðifélaga. Námu hin meintu svik í þetta sinn um 2,8 milljónum.

Átti Gunnar að hafa starfað við að selja fisk fyrir félagið en fyrir dómi sagði hann að aldrei hafi neitt selst. Gat hann ekki lagt fram nein gögn um vinnu sína því sölutilraunirnar hafi eingöngu farið fram í gegnum Skype og tölvupóst og tölvan sem hann notaði glötuð.

Sagður hafa blekkt bróður sinn í ákæru

Árið 2015 fór fyrirtækið Fagsýningar ehf., sem síðar breytti nafninu sínu í K-100 ehf. í gjaldþrot. Tæpum mánuði fyrir gjaldþrotið tók Jóhann Ósland ásamt bróður sínum, sem nú er látinn, við stjórn fyrirtækisins og voru þeir prókúruhafar við gjaldþrot þess. Bróðir Eggerts, yngri sonur Eggerts, Hörður Alexander, og veiðifélagi Eggerts, Friðfinnur, hafi allir gert tilhæfulausar kröfur, með samskonar hætti og áður hefur verið lýst. Sú nýbreytni varð þó hér, að þremenningarnir fengu lögmannsstofu til þess að annast kröfugerð sína fyrir sig. Þá segir jafnframt að bróðir Eggerts hafi hvergi komið nálægt kröfunni sem gerð var í hans nafni, heldur hafi Eggert staðið að baki henni og blekkt svo bróður sinn til þess að taka við peningunum úr hendi lögmannsstofunnar undir því yfirskini að hann væri að ganga í gegnum gjaldþrot og gæti ekki tekið við peningunum, sem þó vissulega voru hans, að hans sögn. Samtals námu svikin vegna gjaldþrots K-100 ehf. um fjórum milljónum.

Bróðir Eggerts var ekki ákærður í málinu og tekið er fram í ákæru að gögn málsins renni stoðum undir þann framburð hans að hann hafi ekkert vitað af bollaleggingum bróður síns. Hann gaf hins vegar ekki skýrslu fyrir dómi og því var Eggert sýknaður af þeim ákærulið.

Að lokum var Gunnar sakfelldur fyrir tilraun til fjársvika með því að hafa lagt fram kröfu um greiðslu 5,6 milljóna vegna ætlaðra starfa hans fyrir Eggert á eigin kennitölu Eggerts sem síðar varð gjaldþrota. Mun Gunnar hafa framvísað gögnum til VR sem Eggert útbjó og studdi.   Ábyrgðarsjóður launa neitaði hins vegar að greiða Gunnari og hóf rannsókn á málinu sem varð til þess að allt komst upp.

Löng saga fjársvika

DV hefur áður sagt frá þeim feðgum Eggerti og Jóhannesi Gísla. Sagði DV til að mynda frá því þegar rannsókn hófst á því máli sem nú er ákært fyrir árið 2016.

Sjá nánar: Eggert Skúli og Jóhannes Gísli – Annar margdæmdur og hinn grunaður um fjársvik

Þar sagði jafnframt að Jóhannes Gísli hafi árið 2016 verið sakfelldur og dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir fjársvik úr vefverslun ELKO. Í dómnum var því lýst hvernig Jóhannes hafi í fjögur skipti pantað vörur, meðal annars snjallsjónvörp og Apple fartölvur og fengið þær afhentar með fölsuðum greiðslukvittunum í verslunum ELKO. Var það fjórði dómur Jóhannesar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum
Fréttir
Í gær

Formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ lést í Tungufljóti

Formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ lést í Tungufljóti
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum