The New York Times skýrir frá þessu og hefur eftir háttsettum bandarískum embættismönnum.
Þessar viðræður herforingjanna eru sagðar hafa valdið áhyggjum í Washington því þær benda til að orðaskak Pútíns og annarra háttsettra rússneskra embættismanna sé ekki bara orðin tóm.
Heimildarmenn The New York Times lögðu áherslu á að Bandaríkin hafi ekki séð neinar sannanir fyrir því að Rússar hafi flutt kjarnorkuvopn til Úkraínu eða undirbúið notkun slíkra vopna en margir hafa talið óhugsandi að Rússar grípi í raun til þeirra í stríðinu í Úkraínu.
John F. Kirby, sem á sæti í þjóðaröryggisráðinu, neitaði að tjá sig um upplýsingar The New York Times en sagði að bandarísk stjórnvöld hafi alltaf sagt að taka verði hótanir Rússar um beitingu kjarnorkuvopna alvarlega. Áfram verði fylgst með þróun mála eins vel og hægt er.
Bandaríska varnarmálaráðuneytið telur að Rússar eigi allt að 2.000 vígvallarkjarnorkuvopn.