fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Landsréttur segir að það muni misbjóða réttlætiskennd almennings ef Shpetim gengur laus

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 18:41

Shpetim (t.v.) og Angjelin. Samsett mynd. Myndir: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að Albaninn Shpetim Qerimi sitji í gæsluvarðhaldi þar til endanlegur dómur er fallinn í máli hans, en þó ekki lengur en til 31. janúar 2023.

Shpetim er einn fjórmenninganna sem fyrir skömmu fengu langa fangelsisdóma vegna morðsins í Rauðagerði í janúar 2021. Shpetim fékk 14 ára fangelsi fyrir að hafa lagt á ráðin um morðið ásamt hinum þremur og aðstoðað.

Shpetim hefur sótt um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Ef Hæstiréttur samþykkir að taka mál hans fyrir verða örlög hans ljós þegar dómur Hæstaréttar fellur. Hann kærði gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms og vildi ganga laus fram að dómsuppkvaðningu. Shpetim, rétt eins og tveir aðrir sakborningar í málinu, var sýknaður í héraðsdómi. Þar var Angjelin einn sakfelldur fyrir morðið. Landsréttur sneri þeim dómi við.

Sem fyrr segir hefur Landsréttur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurðinn, meðal annars á þeim forsendum að það muni misbjóða rétttlætiskennd almennings ef Shpetim gengur laus þar sem hann sé sakfelldur fyrir mjög alvarlegan glæp.

Úrskurðir Landsréttar og héraðsdóms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
Fréttir
Í gær

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér
Fréttir
Í gær

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera
Fréttir
Í gær

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“
Fréttir
Í gær

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknuð af ákæru um fjárdrátt en sakfelld fyrir umboðssvik

Sýknuð af ákæru um fjárdrátt en sakfelld fyrir umboðssvik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“