fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Íslendingar gefa fleiri hjörtu en þeir þiggja

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 10:17

Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá gefa Íslendingar nú tæplega tvöfalt fleiri hjörtu en þeir þiggja. Frá aldamótum hafa 42 hjörtu verið gefin hér á landi en frá upphafi hafa 24 Íslendingar gengist undir hjartaígræðslu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.  Fram kemur að rannsóknin hafi verið gerð af vísindamönnum við Háskóla Íslands og Landspítalanum og sé skýrt frá henni í nýjasta hefti Læknablaðsins.

Fram kemur að frá aldamótum hafi sú breyting orðið að hjartagjöfum hafi fjölgað í þrjár á ári á síðari hluta tímabilsins en hafi verið einn á ári á fyrri hluta þess.

Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, sem vann að rannsókninni ásamt Atla Steini Valgarðssyni sérnámslækni í skurðlækningum í Texas, sagði að allar mælingar sýni mikinn stuðning landsmanna við líffæragjafir. Hann sagði að nýjar reglur frá 2019 um ætlað samþykki sjúklinga hafi skipt sköpum í þessum málum.

Hjartaígræðslur eru ekki gerðar hér á landi. Frá því að fyrsta aðgerðin var gerð í Bretlandi 1988 hafa 24 Íslendingar gengist undir hjartaígræðslu. Flestar þeirra hafa verið gerðar á Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að koma norðurkóreskra hermanna til Úkraínu sé afleiðing af mistökum Vesturlanda

Segir að koma norðurkóreskra hermanna til Úkraínu sé afleiðing af mistökum Vesturlanda
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Egill neitar að fjalla um bók Björns í Kiljunni – „Það er einkennileg ákvörðun“

Egill neitar að fjalla um bók Björns í Kiljunni – „Það er einkennileg ákvörðun“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn lýsa því sem er ódýrt á Íslandi – „Oreo og Capri Sonne er fáránlega ódýrt“

Ferðamenn lýsa því sem er ódýrt á Íslandi – „Oreo og Capri Sonne er fáránlega ódýrt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr segir hinn meinta útlendingavanda byggjast á „múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum“

Jón Gnarr segir hinn meinta útlendingavanda byggjast á „múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjöldi stjórnsýslukæra á hendur Reykjavíkurborg til meðferðar

Fjöldi stjórnsýslukæra á hendur Reykjavíkurborg til meðferðar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“