fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Frelsissvipti vændiskonu og misþyrmdi henni hrottalega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 14:56

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttað var í dag, í Héraðsdómi Reykjavíkur, yfir manni sem sakaður er um að hafa keypt vændi af konu snemma vors 2021 og síðan frelsissvipt konuna og misþyrmt henni hrottalega.

DV hefur ákæruna í málinu undir höndum en þar er lýst einstaklega hrottalegu kynferðisofbeldi og líkamlegu ofbeldi. Atvikið átti sér stað í kjallaraherbergi húss sem maðurinn bjó í, þann 19. apríl 2021. Maðurinn er ákærður fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu.

Maðurinn er sagður hafa greitt konunni 50 þúsund krónur fyrir vændi og eftir að vændisþjónustunni lauk hafi hann varnað konunni útgöngu úr herberginu og svipt hana frelsi í að minnsta kosti þrjár klukkustundir. „…á þeim tíma þvingaði ákærði hana endurtekið, án samþykkis, til samræðis, endaþarmsmaka, munnmaka og til að sleikja á honum endaþarminn, með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung, en ákærði tók hana að minnsta kosti tvisvar sinnum hálstaki og sló hana endurtekið í andlit og búk, með þeim afleiðingum að A hlaut brot á augntóttargólfi og á vanga- og kinnkjálkabeinum vinstra megin, mar í andliti, á hálsi og á vinstri upphandlegg, húðblæðingar á hálsi og punktblæðingar í andliti og í slímhúðum augna og í munnslímhúð, og yfirborðsáverka í andliti og á búk,“ segir í ákæru héraðssaksóknara.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Konan sem varð fyrir árásinni gerir kröfu um miskabætur upp á sex milljónir króna.

Sem fyrr segir var aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Búast má við að dómur falli í málinu fyrir mánaðamót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
Fréttir
Í gær

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér
Fréttir
Í gær

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera
Fréttir
Í gær

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“
Fréttir
Í gær

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknuð af ákæru um fjárdrátt en sakfelld fyrir umboðssvik

Sýknuð af ákæru um fjárdrátt en sakfelld fyrir umboðssvik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“