fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Sveinn segir 3.446 klukkustunda vinnu ekki oftalið og sakar Skúla um einelti og ofsóknir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 19:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður og skiptastjóri þrotabús EK1923 ehf, segir að tæplega 3.500 klukkustunda vinna lögmanna Logos í málinu sé síst of mikið.

Í frétt mbl.is í gær kom fram að athafnamaðurinn Skúli Gunnar Sigfússon, sem oftast er kallaður Skúli í Subway, fór með erindi fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna meints óheyrilegs lögfræðikostnaðar sem hann hefur borið vegna málsins. Kostnaðuinn af áðurnefndum fjölda vinnustunda nemur tugum milljóna. Fór Skúli fram á að lögmannsþóknunin yrið lækkuð að lágmarki um 50%. Úrskurðarnefndin hafnaði flestum kröfum hans á þeim forsendum að hann hafi ekki gert athugasemdir innan árs frá því reikningar voru gefnir út.

Sveinn og Skúli hafa lengi eldað grátt silfur saman og átt í málaferlum í tengslum við uppgjör þrotabús EK1923. Hefur Skúli sakað Sveinn um að taka of mikið til sín sem skiptastjóri. Í FB-pistli sem Sveinn birti í dag segir hann að kostnaðurinn af málinu hafi verið síst of mikill enda hafi þessi gjaldþrotaskipti staðið yfir í fjögur ár og fjóra mánuði. Kærur og klögumál eiganda hins fallna félags hafi þar dregið þetta ferli á langinn og gengur hann svo langt að fullyrða að Skúli hafi beitt sig einelti og ofsóknum:

„Gjaldþrotaskipti þessi stóðu í 4 ár og 4 mánuði, og snerust ekki bara um nokkur stór og flókin riftunarmál, matsferli, kyrrsetningargerð og löggeymslu, þar sem allt var kært og öllu áfrýjað, eða kærur til héraðssaksóknara, heldur einnig sífelld og viðvarandi klögumál af alls kyns toga, kvartanir og áreiti (á köflum einelti og ofsóknir), allt til þess hugsað að koma höggi á skiptastjóra og helst losna við hann. Stóð skiptastjóri af sér þessa ágjöf með dyggum stuðningi kröfuhafa.

Þrátt fyrir að þessi málarekstur væri aðeins hlutmengi í því verkefni sem fólst í því að skipta þrotabúinu, þá var heildarfjöldi skráðra tíma við skiptin á þrotabúinu 3.364 talsins eða 82 klst færri en þær stundir sem unnar voru fyrir gagnaðila þrotabúsins.“

Ánægðir kröfuhafar

Sveinn bendir á að fullnaðarsigur hafi unnist í öllum riftunar- og skaðabótamálum sem þrotabúið höfðaði. Mikið hafi fengist upp í kröfur og kröfuhafar hafi verið ánægðir:

„Skiptum á þrotabúi EK1923 ehf. lauk með fullnaðarsigri í öllum þeim riftunar- og skaðabótamálum sem þrotabúið höfðaði. Kröfuhafar voru alsælir þegar skiptum lauk, enda voru allar lýstar kröfur greiddar að fullu, auk þess sem 59% af kostnaði kröfuhafa og dráttarvöxtum eftir úrskurðardag (eftirstæðar kröfur) voru greidd við skiptalok. Var þetta árangursríkasta gjaldþrotmeðferð sögunnar.“

Sveinn bætir því jafnframt við að í fréttum af málinu hafi þóknun hans verið ýkt því ekki sé þar gert ráð fyrir virðisaukaskatti:

„Og til að rétt sé rétt, þá var skiptaþóknun ekki 167 mkr. eins og mbl og fleiri fjölmiðlar hafa klifað á, heldur 134 mkr. Það væri sízt til eftirbreytni að skila ekki virðisaukaskatti upp á 33 mkr til ríkissjóðs.“

Pistilinn í heild má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
Fréttir
Í gær

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið