Skiptum er lokið í þrotabúi matvöruverslanakeðjunnar Víðis, sem rak fimm matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið varð gjaldþrota árið 2018. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu rúmlega 940 milljónum króna. Samþykktar kröfur vor hins vegar 355 milljónir.
Frá þessu er greint í tilkynningu sem birtist í Lögbirtingablaðinu í dag.
Töluvert var fjallað um gjaldþrot Víðis á sínum tíma og vakti meðal annars athygli að tvær af verslunum fimm voru opnaðar aftur eftir gjaldþrotið og vörur seldar á hálfvirði. Frá þessu var greint í mbl.is en skiptastjóri ákvað að opna verslanirnar tvær til að afla tekna í þrotabúið og skyldi allt seljast á hálfvirði. Ekki virðist það hafa breytt því að á endanum fundust engar eignir í búinu.