Þetta sagði hann í samtali við Sky News og átti þar við að stríðið geti staðið yfir í líftíma heillar kynslóðar. Hann sagði útilokað að sjá fyrir sér að stríðið muni halda áfram af núverandi krafti að eilífu, það muni sveiflast fram og aftur.
Hann sagðist telja að það muni standa yfir fram á næsta ár og að innan nokkurra mánaða verði komið á óstöðugu vopnahléi sem muni verða Úkraínu meira í hag en talið var líklegt fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Hann sagði einnig að stríðið muni síðan halda áfram með hléum og að Vesturlönd verði að vera undir það búin.