fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Matthías örvæntingarfullur vegna bróður síns – Með krabbamein á lokastigi en sagður of heilsuhraustur fyrir hjúkrunarheimili

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Ægisson hefur þungar áhyggjur af 82 ára gömlum bróður sínum. Kerfið okkar virðist virka þannig að þó að bróðir Matthíasar sé með ólæknandi krabbamein á lokastigi og sé mikil hætta búin vegna flogakasta þá er hann álitinn of heilsuhraustur til að komast inn á hjúkrunarheimili.

Matthías birti pistil um þetta ástand á Facebook-síðu sinni og veitti DV leyfi til að endurbirta hann. Matthías greinir frá samtali sínu við hjúkrunarfræðing um stöðuna á bróðurnum:

„Frímann er svo heilsuhraustur að hann myndi aldrei uppfylla skilyrði um innlögn á hjúkrunarheimili,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn sem hringdi í mig fyrr í dag. Þessi orð nístu hjarta mitt.

„Heilsuhraustur? Þó að hann sé með ólæknandi beinkrabba á lokastigi?“ spurði ég.

„Já,“ svaraði hjúkrunarfræðingurinn. „Hann myndi aldrei standast hæfnismat.“

„Og þó að hann sé með síaukin flogaköst og sé í síauknum mæli sendur með sjúkrabíl á bráðamóttöku og þaðan á hjartadeild eftir köstin eða verki fyrir hjarta,“ en Frímann er líka hjartveikur.

„Já,“ svaraði hjúkrunarfræðingurinn. „Hann er bara svo flottur og ber sig svo vel.“

Matthías tekur fram að hann áfellist ekki hjúkrunarfræðinginn. Hún hafi ekki verið að lýsa sínu mati heldur hvernig kerfið virkar. Það hjálpar Frímanni síðan ekki í þessari stöðu að hann hefur tilhneigingu til að bera sig vel og leyna líðan sinni:

„Ég er ekki reiður út í hjúkrunarfræðinginn. Hún sýndi undrun minni skilning þar sem ég skil ekki að 82ja ára einstaklingur með ólæknandi krabbamein á lokastigi og ýmsa aðra kvilla geti verið heilsuhrastur og svo heilsuhraustur að hann „myndi aldrei uppfylla“ skilyrði um innlögn á hjúkrunarheimili. Hún sagði að svona væri kerfið.

Ég benti henni á að Frímann bæri ekki tilfinningar sínar á torg. Andleg vanlíðan er ekki eitthvað sem fólk flíkar en hún er til staðar hjá bróður mínum í ríkum mæli og hefur svartnættið orðið það mikið að hann hefur misst alla lífslöngun.

Ég er ekki sáttur við heilbrigðiskerfi sem telur dauðvona, fárveikt fólk með sjálfsvígshugsanir heilsuhraust og flott og gerir því erfitt fyrir eða í raun ómögulegt að fá að verja síðustu augnablikum lífsins við mannsæmandi aðstæður.“

Matthías sefur illa fyrir áhyggjum af bróður sínum og veit ekki hvað tekur við þegar Frímann útskrifast núna af hjartadeild. Honum er mikil hætta búin án eftirlits og aðhlynningar. Við blasir nöturleg staða:

„Ég veit ekki hvenær ég sofna eða hvort ég verði andvaka í nótt. Það skiptir ekki öllu. Á morgun útskrifast heilsuhrausti bróðir minn að öllum líkindum af hjartadeild. Spurningin er hvort hann fái flogakast í vikunni eða næstu. Stundum slasast hann illa ef hann fellur beint á andlitið eða aftur fyrir sig. Í einu kastinu fyrir nokkrum árum mölbraut hann á sér hægri öxl. Þá verður hringt á sjúkrabíl, hann fluttur á bráðamóttöku og þaðan á hjartadeild. Líklega verður 1-2 lítrum af vatni tappað af gollurhúsi eða lungum. Lyfjasamsetning verður endurskoðuð og heilsuhrausti bróðir minn verður svo sendur heim af því að hann er svo hraustur og flottur og ber sig svo vel.“

Pistil Matthíasar í heild má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
Fréttir
Í gær

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið