fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Læknir réttlætir að hafa skrifað út lyfseðla með stórum skömmtum af morfíni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknirinn Árni Tómas Ragnarsson sinnti gigtlækningum megnið af starfsævi sinni en á efri árum hefur meira af tíma Árna farið í að liðsinna fíklum. Þetta kemur fram í grein Árna í Morgunblaðinu í dag en þar lýsir hann stöðu fíkla í samfélaginu og afstöðu sinni til skaðaminnkunar.

Árni skrifar:

„En nú á síðustu árum hef­ur rekið á fjör­ur mín­ar fólk með ann­ars kon­ar vanda­mál, fólk sem hef­ur þurft á brýnni aðstoð að halda en ekki fengið hana frá heil­brigðis­kerf­inu nema að litlu leyti. Þetta er fólk eins og flest við hin en hef­ur búið við for­dóma, fyr­ir­litn­ingu og út­skúf­un vegna sjúk­dóms síns. Hér er ég að tala um fólkið sem er með fíkni­sjúk­dóma – í mis­mikl­um mæli, sum­ir fár­veik­ir af sjúk­dómi sín­um. Nær all­ir sem ég hef hitt og sinnt eru góðar mann­eskj­ur, en ráða ekki við sjúk­dóm sinn og vilja alls ekki hafa hann. Flest­ir hafa byrjað að sprauta sig með morfíni á unga aldri, oft 12-14 ára, og leita til mín 20 árum síðar í skelfi­leg­um vanda. Allt líf þessa fólks hef­ur lit­ast af sjúk­dómn­um og það hef­ur ekki fengið bata þótt því hafi verið veitt meðferð á Vogi, Land­spít­al­an­um og víðar og verið lagt þar inn í 20 skipti eða oft­ar án ár­ang­urs. Það byrj­ar að sprauta sig aft­ur dag­inn sem það er út­skrifað.“

Árni segir að flest þetta fólk sé góðar manneskjur en þau hafi ánetjast fíkn sem neyði þau til að kaupa rándýr efni, sem leiði óhjákvæmilega til afbrota:

„Það kaup­ir skít­ugt og dýrt sprautu­efnið á göt­unni af vafa­sömu fólki og styrk­ur skammts­ins er sjaldn­ast mjög áreiðan­leg­ur. Stund­um er hann mjög útþynnt­ur og hjálp­ar þá lítið við fíkn­inni, en stund­um þræl­sterk­ur og drep­ur með önd­un­ar­löm­un. Þar fyr­ir utan eru all­ar sýk­ing­arn­ar, bæði HIV og bakt­erí­urn­ar, sem þetta veika fólk fær með skít­ugu efn­inu.

En eins og þetta sé ekki nóg. Fíkl­ar eru að minni reynslu yf­ir­leitt góðar mann­eskj­ur að upp­lagi, en þegar þeir hafa ánetj­ast fíkn­inni þurfa þeir að fjár­magna þessi rán­dýru efni. Þá er eng­in leið til að halda sér á floti í líf­inu önn­ur en að stela til að fjár­magna næsta skammt. Þeir vilja ekki stela, en verða að gera það til að lifa af. Þeir vakna á morgn­ana full­ir kvíða yfir því hvort þeir nái að stela fyr­ir næsta skammti. Þeim líður öm­ur­lega þangað til það tekst.“

Minnka skaðann með hreinu morfíni

Árni segir að fíklar séu fyrirlitnir af öllum, líka fjölskyldum sínum. Þeir séu bjargarlausir en enginn vilji koma þeim til bjargar. Skaðaminnnkandi aðgerðir Rauða krossins og Frú Ragnheiðar hafi þó forðað fíklum frá sýkingum þar sem það gerði þeim kleift að komast yfir hreinar sprautur. Hins vegar hafi sprautuefnin sjálf verið áfram óhrein og hættuleg og þar hafi komið til kasta lækna eins og hans, sem hafi gripið til skaðaminnkandi aðgerða. Þær aðgerðir kunna að vera umdeildar en Árni segir svo frá þeim:

„Ég og nokkr­ir aðrir lækn­ar tók­um upp sam­starf við Frú Ragn­heiði og feng­um ábend­ing­ar um það hverj­ir væru mest veik­ir og vel treyst­andi. Við fór­um því að skrifa út lyf­seðla með stór­um skömmt­um af morfíni, sem fíkl­arn­ir gátu sótt í apó­tek, einn dagskammt í einu af hreinu efni í stöðluðum styrk­leika. Þetta hef­ur verið hálf­gert feimn­is­mál, en það hef­ur verið sann­fær­ing okk­ar að með þessu séum við að minnka skaðann fyr­ir þessa skjól­stæðinga okk­ar – rétt eins og fyr­ir aðra. Þetta hef­ur gengið skín­andi vel, heilsa og líðan skjól­stæðinga okk­ar hef­ur stór­batnað og marg­ir hafa tekið stórt skref út í lífið, fengið sér vinnu og betra hús­næði, kvíðinn hef­ur minnkað og þeir þurfa ekki leng­ur að stela til að geta lifað af.“

Árni segir að læknarnir geri þetta á eigin ábyrgð, alla yfirstjórn slíkra aðgerða skorti en hún þyrfti að vera til staðar. Árni sendir því frá sér þessa áskorun:

„Ég skora á Land­læknisembættið að taka á þess­um mál­um af festu þannig að þeir sem vilja veita þessa nauðsyn­legu heil­brigðisþjón­ustu þurfi ekki leng­ur að laumu­pokast með þetta.

Fíkl­ar – fólk með ólækn­andi fíkni­sjúk­dóm – eiga sama rétt og aðrir til að minnka skaðann af sjúkdómi sínum!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“